„Þetta er stór og fallegur makríll“

Ægir Birgisson, skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF, segir veiðina hafa …
Ægir Birgisson, skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF, segir veiðina hafa gengið vel eftir að lægði í gærmorgun. Skipið er á landleið með 870 tonn af makríl. mbl.is/Sigurður Mar Halldórsson

„Við erum í þess­um töluðum orðum að fara yfir ís­lensku land­helg­is­lín­una,“ seg­ir Ægir Birg­is­son, skip­stjóri á Ásgrími Hall­dórs­syni SF-250, í sam­tali við 200 míl­ur. Skipið hef­ur verið á mak­ríl­veiðum á miðunum í Smugunni og var veiðin mjög góð seinnipart­inn í gær að sögn Ægis og er skipið á land­leið með 870 tonn af mak­ríl.

„Þegar við kom­um var veiðin að drag­ast upp og við fór­um aust­ar í Smuguna. Það var hálfleiðin­legt veður í fyrra­dag en svo lægði í gær­morg­un og gerði mjög góða veiði seinnipart­inn sem hélt áfram í nótt,“ seg­ir hann.

„Þetta er stór og fal­leg­ur mak­ríll. Það er mik­il ferð á hon­um ennþá og við vor­um að elta hann á fleygi­ferð norðureft­ir,“ út­skýr­ir Ægir og bæt­ir við að mak­ríll­inn hafi gengið hratt norður í æt­is­leit. „Það var kom­inn rúss­nesk­ur floti norðar en við vor­um. Mér sýnd­ist í morg­un að þeir væru komn­ir al­veg að lín­unni við Jan Mayen-lög­sög­una. Þeir þurfa sjálfsagt að fara að finna ein­hverja aðra göngu þegar þeir missa þetta yfir það sem við vor­um að veiða í,“ seg­ir hann.

Gert er ráð fyr­ir að Ásgrím­ur Hall­dórs­son, sem Skinn­ey-Þinga­nes ger­ir út, leggi við bryggju í Höfn í Hornafirði í há­deg­inu á morg­un.

Uppsjávarskipið Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði.
Upp­sjáv­ar­skipið Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF frá Hornafirði. Ljós­mynd/​Börk­ur Kjart­ans­son
mbl.is