Uppsagnir þungt högg fyrir samfélagið

„Það er auðvitað alltaf þungt fyrir öll samfélög þegar svona …
„Það er auðvitað alltaf þungt fyrir öll samfélög þegar svona atburðir eiga sér stað,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, um uppsögn 32 starfsmanna Agustson ehf. mbl.is/Sigurður Bogi

Jakob Björg­vin Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri Stykk­is­hólms­bæj­ar, seg­ir upp­sögn allra 32 starfs­manna fisk­vinnslu­fyr­ir­tæks­is­ins Ag­ust­son ehf. sé þungt högg fyr­ir sam­fé­lagið í Stykk­is­hólmi. „Það er auðvitað alltaf þungt fyr­ir öll sam­fé­lög þegar svona at­b­urðir eiga sér stað. Það er öll­um ljóst að um var að ræða þung­an rekst­ur í krefj­andi sam­keppn­is­um­hverfi – í at­vinnu­grein sem sótt er að úr mörg­um átt­um sam­tím­is,“ seg­ir Jakob Björg­vin.

Starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins var til­kynnt um ákvörðun­ina um að segja þeim upp frá og me mánaðar­mót­un­um júní/​júlí á starfs­manna­fundi á miðviku­dag. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu kom fram að nú taki við „krefj­andi end­ur­skipu­lagn­ing­ar­ferli með það að mark­miði að tryggja sjálf­bær­an rekst­ur til lengri tíma“. Stefnt sé að því að halda úti rekstri en að um­svif­in verði smærri.

Jakob Björg­vin seg­ir höggið ekki síst þungt í ljósi þess að Ag­ust­son ehf. hafi verið með starf­semi í Stykk­is­hólmi frá ár­inu 1933, í nærri 90 ár, og verið á þeim tíma einn af burðarstólp­um at­vinnu­lífs­ins í Stykk­is­hólmi. „Það er því rót­gróið í sam­fé­lag­inu og menn­ingu bæj­ar­ins. Höggið er í sam­ræmi við það.“ Jakob seg­ir það högg vera þyngst fyr­ir þá starfs­menn sem missa sín störf hjá fyr­ir­tæk­inu og er hug­ur hans hjá þeim starfs­mönn­um.

Högg fyr­ir út­veg í Stykk­is­hólmi

„Þetta er í raun viðbót­ar­högg fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn í Stykk­is­hólmi, en bæði í ár og í fyrra hafa grá­sleppu­sjó­menn og vinnsl­ur í Stykk­is­hólmi liðið fyr­ir nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag á grá­sleppu­veiðum, en ekki náðist að klára fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi grá­sleppu­veiða á Alþingi í vet­ur,“ seg­ir Jakob Björg­vin.

„Hér í Stykk­is­hólmi er hins veg­ar fyr­ir sterkt og fjöl­breytt at­vinnu­líf sem drifið er áfram af kraft­miklu fólki, sem kem­ur til með milda þetta sam­fé­lags­lega högg. Þá eru já­kvæð teikn á lofti í okk­ar sam­fé­lagi, það er upp­gang­ur í at­vinnu­líf­inu hér eft­ir Covid-19 og fjöl­mörg tæki­færi sem liggja fyr­ir í tengsl­um við auðlinda­nýt­ingu Breiðafjarðar. Við erum því vel í stakk búin til þess að tak­ast á við þessa áskor­un,“ seg­ir Jakob Björg­vin.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: