Í skipstjórnarnám fyrir tilviljun

„Við höfum lent í alls konar brasi og erfiðum aðstæðum …
„Við höfum lent í alls konar brasi og erfiðum aðstæðum en það hræðir mig ekki,“ segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir stýrimaður á Herjólfi. mbl.is/Ómar Garðarsson

Við hitt­umst á veit­ingastaðnum Tang­an­um, út­sýnið frá­bært yfir Heimaklett og höfn­ina og skip­in sem koma og fara; í nokk­urra skrefa fjar­lægð frá þar sem Herjólf­ur ligg­ur við Bása­skers­bryggju. Á móti mér sit­ur stýri­maður­inn á Herjólfi, Ingi­björg Bryn­geirs­dótt­ir. Hún er Eyja­kona í húð og hár sem eft­ir nokkr­ar dýf­ur er á góðum stað í líf­inu. Er ánægð í vinn­unni, á dá­sam­leg­an mann og sátt við tekj­ur sín­ar. Er með próf upp á vas­ann sem einkaþjálf­ari og stefn­ir hærra á því sviði. Var þerna á Herjólfi þegar hún fyr­ir mis­skiln­ing var skráð í skip­stjórn­ar­nám í Vest­manna­eyj­um. Ákvað að slá til og sér ekki eft­ir því.

Upp­vöxt­ur­inn í Eyj­um var hefðbund­inn, ein þriggja systra og ólst upp í barn­mörgu um­hverfi í Dverg­hamr­in­um, hverfi vest­ast á Heima­ey sem reis eft­ir gosið á Heima­ey 1973. Bannað að fara yfir göt­una út á Ham­ar­inn en bönn halda ekki alltaf og það átti við Ingi­björgu og vin­kon­ur í æsku og þegar kom fram á unglings­ár­in. Þá var tekið hressi­lega á því og af það mikl­um krafti að okk­ar kona sagði stopp 23 ára og hef­ur verið óvirk­ur alkó­hólisti í 21 ár.

„Já, ég sá að ég varð að gera eitt­hvað ef ég ætlaði ekki að klúðra líf­inu og fór í meðferð. Var kom­in á það stig að ég varð að gera eitt­hvað í því,“ seg­ir Ingi­björg á eins eðli­leg­an hátt og við vær­um að spjalla um öldu­hæð í Land­eyja­höfn. „Þetta var árið 2000 en ég var 13 ára þegar ég byrjaði að drekka.“

Óvenju­legt að taka þetta stóra ákvörðun aðeins 23 ára. „Það kviknaði eitt­hvert ljós og ég fann að þetta átti ekki við mig. Var orðin virki­lega ljót per­sóna, búin að missa fjöl­skyld­una frá mér, marga vini af því að ég var ekki orðin ég sjálf. Var ekki und­ir áhrif­um alla daga en það var eng­in framtíð í því sem ég var að gera.“

Týndi sjö klukku­tím­um

Var það eitt­hvað sér­stakt sem gaf þér spark?

„Þetta var farið að bitna illi­lega á mér sjálfri. Ég hafði reynt þris­var sjálf að hætta en það gekk ekki. Svo hrundu prinsipp­in eitt af öðru, að gera ekki þetta og gera ekki hitt. Var bara orðið hræðilegt ástand. Alltaf ljúg­andi, fannst all­ir á móti mér og leið bara illa. Stóra höggið var svo þegar ég týnd­ist í Kefla­vík í sjö klukku­tíma. Veit ekk­ert hvað gerðist,“ seg­ir Ingi­björg sem var að halda upp á af­mæli með vin­konu sinni, en báðar eiga af­mæli í mars.

„Það var djammað en ég átti það til þegar mér fannst vina­fólkið orðið leiðin­legt að draga mig út úr hópn­um og fara eitt­hvað. Á leið niður í bæ fer ég inn í húsa­sund og veit ekki meir. Vin­ir mín­ir vita ekki hvar ég var. Þetta var um tólfleytið og svo rankaði ég við mér klukk­an sjö um morg­un­inn.“

Á Heimaey.
Á Heima­ey. mbl.is/Ó​skarPét­ur

En hvar var Ingi­björg þegar hún rankaði við sér? „Á þess­um tíma voru strippstaðir vin­sæl­ir og voru opn­ir lengi. Allt í einu klukk­an að verða hálf­átta sit ég á ein­um þeirra og er að drekka bjór með vini mín­um og spjalla. Þarna gerðist eitt­hvað. Ég veit ekk­ert hvað ég gerði, hvert ég fór og það vissi eng­inn.“

Þrjár vik­ur sem standa enn þá

Meðferðin skilaði ár­angri og Ingi­björg vann víða, bæði í Vest­manna­eyj­um, á fasta­land­inu og í Nor­egi. „Það var svo árið 2005 að Sigga í Kjarna bað mig um að koma á Herjólf og hjálpa þeim í terí­unni í þrjár vik­ur og þær standa enn þá,“ seg­ir Ingi­björg um það þegar hún byrjaði á Herjólfi. Vann sem þerna, kokk­ur, há­seti á dekki og loks í brúnni. „Ég held að ég sé búin að vinna öll störf um borð nema sem vél­stjóri og skip­stjóri.“

Hún fann sig strax á Herjólfi, aldrei sjó­veik, finnst starfið skemmti­legt og henta sér vel. „Það er gam­an og alltaf ein­hver æv­in­týri, ekki bara að sigla. Þú ert alltaf að hitta nýtt fólk og ým­is­legt sem ger­ist. Hef m.a. lent í tveim­ur sprengju­hót­un­um þannig að það er alltaf eitt­hvað að ger­ast.“

Aðspurð seg­ir Ingi­björg dekkið á Herjólfi og brúna mikið karla­sam­fé­lag en hún kvart­ar ekki. „Að vera kölluð strák­ur er eitt­hvað sem ég er hætt að kippa mér upp við. Ég er eina kon­an í brúnni og þegar við erum send á nám­skeið er ég yf­ir­leitt eini kvenmaður­inn nema ein­hverj­ar af stelp­un­um séu með mér. Það vita flest­ir í sjó­brans­an­um hver ég er en ég finn eng­an mót­byr.“

Ekki gefa strák­un­um neitt eft­ir

Þern­an sem verður stýri­maður. Hvernig kom það til?

„Vet­ur­inn 2006 til 2007 átti að end­ur­vekja skip­stjórn­ar­nám í Vest­manna­eyj­um og við vor­um að ræða það um borð. Þegar ég var beðin um að skrá mig hélt ég að ég væri að skrifa und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ingu sem mér fannst sjálfsagt. Stuttu seinna var hringt í mig og til­kynnt að ég væri kom­in inn í skól­ann, sem kom mér á óvart en eft­ir hvatn­ingu ákvað ég að slá til. Ekki af ein­hverj­um krafti til að byrja með en svo fannst mér þetta svo skemmti­legt. Var í mótvindi þegar ég byrjaði sem espaði upp í mér þrjósk­una. Ætlaði ekki að gefa strák­un­um neitt eft­ir,“ seg­ir Ingi­björg sem lauk fyrri hluta náms­ins í Eyj­um og tók far­mann­inn í Reykja­vík. Alls tók námið fjög­ur ár og í leiðinni tók hún stúd­ents­próf.

Útskrif­ast 2011, steig fyrstu skref­in í starfi hjá Ri­bsafari í Vest­manna­eyj­um. Sum­arið 2012 var hún skip­stjóri á hvala­skoðun­ar­bát á Hús­vík og líkaði vel. Um haustið bauðst henni starf á Herjólfi sem hún tók. „Þeir hringdu og buðu mér starf sem stýri­maður. Ákvað að prufa og er enn þá. Allt strák­ar í brúnni en mér líður vel, ánægð með vinn­una og nýt virðing­ar.“

Bíla­dekkið al­gjör snilld

Sjó­mennsk­an á vel við Ingi­björgu sem hef­ur lent í ýmsu. Var um borð í af­leys­inga­skip­inu St. Ola þegar skipið fékk á sig brot og þrír glugg­ar fóru inn og allt á flot. „Við höf­um lent í alls kon­ar brasi og erfiðum aðstæðum en það hræðir mig ekki.“

Ingi­björg er ánægð með nýj­an Herjólf og ánægj­an hef­ur vaxið. „Það voru all­ir stressaðir þegar við fór­um fyrst í Þor­láks­höfn en hann er alltaf að koma okk­ur meira og meira á óvart. Velt­ur öðru­vísi, fer bet­ur með mann, læt­ur bet­ur að stjórn og er fljót­ari að bregðast við. Bíla­dekkið al­gjör snilld og fljót­legt að lesta og losa.“

Ingibjörg kveðst ánægð með nýja Herjólf.
Ingi­björg kveðst ánægð með nýja Herjólf. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Ingi­björg er ekki kona ein­höm og hef­ur lokið námi sem einkaþjálf­ari og nú er það and­lega hliðin. „Ég er á fyrstu önn og við erum að fara inn á and­legu hliðina hjá okk­ur sjálf­um. Kafa í gegn­um æsk­una, hvernig líður okk­ur í dag og fleiri þætti. Pínu krefj­andi en ég hef í gegn­um ed­rú­mennsk­una unnið mikið með sjálfa mig.“

Ertu sátt við Ingi­björgu í dag?

„Já. Mjög sátt. Hún er alltaf að þrosk­ast. Á ynd­is­legt hús, ynd­is­legt líf og er vel stæð. Á ynd­is­leg­an mann í dag. Er al­veg frá­bær og heit­ir Hreiðar Örn,“ seg­ir Ingi­björg sem seg­ist ekki hafa áhuga á að verða skip­stjóri á Herjólfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: