Þóra miðlar alls kyns upplýsingum til kaupenda

„Það hafa margir reynt en engum tekist að gera þennan …
„Það hafa margir reynt en engum tekist að gera þennan hluta rekstursins sjálfvirkan,“ segir Þóra Ýr Árnadóttir hjá Ramma um verkefni gæðastjóra. Ljósmynd/Aðsend

Starf gæðastjóra felst ekki síst í því að vera í sam­skipt­um við kaup­end­ur og gæta vand­lega að hvers kyns form­kröf­um. Þóra Ýr hjá Ramma reikn­ar með að upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­leg áhrif og kol­efn­is­spor muni hafa æ meira vægi.

Á upp­vaxt­ar­ár­um sín­um á Ak­ur­eyri vakti það ekki endi­lega fyr­ir Þóru Ýri Árna­dótt­ur að starfa í sjáv­ar­út­vegi. Hún minn­ist þess að gott orðspor fór af rót­grón­um og stönd­ug­um út­gerðum bæj­ar­ins en þegar Þóra hélt suður til Reykja­vík­ur í há­skóla­nám vakti fyr­ir henni að ger­ast nær­ing­ar­fræðing­ur.

„Það vildi þannig til að fyrsta árið eru nær­ing­ar­fræði og mat­væla­fræði kennd sam­an og rann það fljót­lega upp fyr­ir mér að mér fannst miklu áhuga­verðara að læra um fram­leiðslu­ferla mat­væla en að rýna í nær­ing­ar­t­öfl­ur, svo ég ákvað að breyta um stefnu,“ seg­ir hún.

Þóra lauk mat­væla­fræðigráðu frá Há­skóla Íslands en meist­ara­nám­inu skipti hún á milli HÍ og Massachusets-há­skóla. „Á sumr­in vann ég hjá Sýni í Reykja­vík sem er rann­sókn­ar­stofa sem þjón­ust­ar mat­vælaiðnaðinn með ýms­um hætti, og að námi loku flutti ég aft­ur heim til Ak­ur­eyr­ar og fékk starf hjá ProM­at, dótt­ur­fyr­ir­tæki Sýn­is fyr­ir norðan,“ seg­ir Þóra sög­una.

Veiðarfærin á Múlaberginu yfirfarin.
Veiðarfær­in á Múla­berg­inu yf­ir­far­in. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þar vann ég í nokk­ur ár, meðal ann­ars sem ráðgjafi fyr­ir mat­væla­fram­leiðend­ur. Eitt af stærstu verk­efn­um mín­um sneri að rækju­vinnslu Ramma á Sigluf­irði og þegar ég sá að þetta verk­efni var farið að taka næri all­an minn tíma ræddi ég við stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins og spurði þá hvort þeir vildu ekki hrein­lega ráða mig í vinnu sem gæðastjóra.“

Mik­il sam­skipti á bak við tjöld­in

En hvaða verk­efni eru það sem heyra und­ir gæðastjór­ann? Þóra seg­ir svarið breyti­legt á milli vinnustaða, og vinnu­dag­ur gæðastjóra á ein­um stað geti verið gjör­ólík­ur vinnu­degi gæðastjóra hjá öðru fyr­ir­tæki. „Vinnu­deg­in­um ver ég að mestu fyr­ir fram­an tölv­una og er þar í góðu sam­bandi við okk­ar kaup­end­ur og gæðadeild­irn­ar hjá þeim. Á bak við tjöld­in í öll­um viðskipt­um með sjáv­ar­af­urðir fer fram mik­il papp­írs­vinna og skipt­umst við á skjöl­um, eyðublöðum og upp­lýs­ing­um til að tryggja að öll­um form­kröf­um sé full­nægt og upp­lýs­inga­gjöf í takt við ósk­ir kaup­and­ans.“

Þarf­ir kaup­enda geta verið mjög breyti­leg­ar, í takt við laga­leg­ar kröf­ur í hverju landi og eins ósk­ir neyt­enda á hverj­um stað. Þá vilja kaup­end­ur vita sem mest um eig­in­leika vör­unn­ar, s.s. stærð og fjölda bita í hverri send­ingu. „Vöru­lýs­ing­in þarf að vera skýr og til­taka m.a. hvernig umbúðir eru notaðar og úr hvaða efni, og staðfesta atriði á borð við hvort umbúðirn­ar séu end­ur­vinn­an­leg­ar og hæf­ar til að geyma mat­væli,“ út­skýr­ir Þóra. „Þá vilja marg­ir kaup­end­ur fá upp­lýs­ing­ar um þætti sem snúa að vinnsl­unni sjálfri, s.s. húsa­kosti og viðhaldi á hon­um, og aðbúnaði starfs­manna.“

Allt sem á sér stað er vandlega skráð í samræmi …
Allt sem á sér stað er vand­lega skráð í sam­ræmi við ótalmarga staðla. Ljós­mynd/​Aðsend

Af og til kall­ar starf Þóru á að mæta á staðinn, taka sýni og gera mæl­ing­ar. „En þá er ég oft­ast bara að horfa yfir öxl­ina á því fólki sem held­ur utan um vinnsl­una. Við erum með rosa­lega gott fólk að störf­um sem fylg­ist með því að gæði og ástand vör­unn­ar sé eins og best verður á kosið og er það helst þegar verið er að inn­leiða nýja ferla og aðferðir að ég verð að fylgj­ast mjög náið með dag­leg­um störf­um í fisk­vinnsl­un­um.“

Sí­breyti­leg­ir staðlar

En væri ekki hægt að auka sjálf­virkni í starfi gæðastjór­ans, og t.d. sam­ræma söfn­un og miðlun gagna til að létta Þóru og koll­eg­um henn­ar lífið? Hún seg­ir málið ekki al­veg svo ein­falt: „Það hafa marg­ir reynt en eng­um tek­ist að gera þenn­an hluta rekst­urs­ins sjálf­virk­an. Skýr­ing­in er meðal ann­ars sú að það eru svo marg­ir ólík­ir staðlar í boði og nýir staðlar bæt­ast stöðugt við. Hjá Ramma erum við aðallega að vinna með um það bil tíu staðla sem snú­ast í raun all­ir um það sama, en engu að síður verður ekki hjá því kom­ist að gera mikið af vinn­unni hand­virkt.“

Siglufjörður.
Siglu­fjörður. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Vinna gæðastjór­ans felst líka í því að auka gæði og bæta starfs­hætti með for­virk­um hætti og reyna að sjá fyr­ir þarf­ir markaðar­ins. Þannig vinn­ur Þóra núna að því að búa til um­gjörð utan um mæl­ingu á sam­fé­lags­leg­um áhrif­um starf­semi Ramma en marg­ir sér­fræðing­ar reikna fast­lega með því að á kom­andi árum muni kaup­end­ur gera æ rík­ari kröf­ur um að selj­end­ur sjáv­ar­af­urða geti fært sönn­ur á að veiðar og vinnsla fari fram með sam­fé­lags­lega ábyrg­um hætti.

„Þessu tengt tók­um við ný­lega upp jafn­launa­stefnu og skrifuðum und­ir sam­fé­lags­stefnu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Um­hverf­isáhrif­in koma líka við sögu við mat á sam­fé­lags­leg­um áhrif­um og þó þeir hafi ekki enn beðið um það er ég þess full­viss að áður en langt um líður muni kaup­end­ur sjáv­ar­af­urða vilja fá ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um kol­efn­is­spor vör­unn­ar.“

Eru bet­ur meðvituð um kross­meng­un eft­ir far­ald­ur

Líkt og önn­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfti Rammi að tryggja góðar smit­varn­ir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Þóra seg­ir að ekki hafi komið til mik­illa breyt­inga enda hafi skil­virk­ar for­varna- aðgerðir þegar verið til staðar í rekstr­in­um. Var það helst á starfs­stöð Ramma á Þor­láks­höfn að ráðast þurfti í ögn stærri breyt­ing­ar því þar eru fleiri að störf­um í einu og sama rým­inu.

Þótt það hafi verið áskor­un að tak­ast á við far­ald­ur­inn þá von­ast Þóra til að sú vit­und­ar­vakn­ing sem varð í far­aldr­in­um muni ekki gleym­ast: „Far­ald­ur­inn gerði al­menn­ing mjög vel meðvitaðan um hætt­una af kross­meng­un, hvernig ör­ver­ur geta borist á milli yf­ir­borðsflata með snert­ingu. Ég held að fyr­ir marga hafi þetta verið lær­dóms­ríkt tíma­bil og breytt hug­ar­fari fólks þegar kem­ur að ör­uggri meðhöndl­un mat­væla heilt yfir iðnaðinn, frá frum­fram­leiðend­um til kjör­búða eða veit­inga­húsa og allt þar á milli.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: