Bendir til verðhækkana

Sólberg ÓF 1 var að veiðum í Barentshafi.
Sólberg ÓF 1 var að veiðum í Barentshafi. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Vís­bend­ing­ar eru um að til komi á næst­unni um­tals­verðar verðhækk­an­ir á þorski sem ís­lensk fyr­ir­tæki selja á er­lenda markaði. Þar ræður skerðing á afla­heim­ild­um, um 13% á Íslands­miðum og 20% í Bar­ents­hafi.

Lík­legt má telja að slíkt leiði af sér hækk­an­ir, sam­an­ber lög­málið um fram­boð og eft­ir­spurn. Þegar eru komn­ar fram verðhækk­an­ir á sjó­fryst­um afurðum, seg­ir Bjarni Ármanns­son, for­stjóri Ice­land Sea­food, í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Verð á sjáv­ar­af­urðum ræðst af mörg­um þátt­um þar sem heim­ur­inn er und­ir. Mikið af fiski hef­ur komið frá Kína inn á markað Vest­ur­landa. Nú hef­ur launa­kostnaður þar í landi hækkað mikið sem og flutn­ings­kostnaður og gengi jú­ans­ins styrkst. Sam­keppn­is­hæfni Kín­verja er því minni, og al­mennt talað er minna af hvít­fiski á markaði í dag.

„Það er ým­is­legt sem bend­ir í þá átt, í sam­bandi við þorskinn, að verð fari hækk­andi, með öll­um þess­um fyr­ir­vör­um um það hvernig heims­mynd­in get­ur breyst mikið og hratt,“ seg­ir Bjarni Ármanns­son. Að verð hækki sé þó sýnd veiði en ekki gef­in. Í ein­hverj­um til­vik­um geti minni afla­heim­ild­ir þýtt að mynstur í rekstri út­gerða verði óhag­stætt og nauðsyn­legt að breyta áhersl­um, aukn­ar tekj­ur mæti meiri kostnaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: