Loðnuafurðir aldrei verðmætari

Verðmæti loðnuafurða á hvert veitt kíló hefur aldrei verið meiri.
Verðmæti loðnuafurða á hvert veitt kíló hefur aldrei verið meiri. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Útflutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða á fyrstu fimm mánuðum árs­ins námu 16,4 millj­örðum króna. Hef­ur verðmæti loðnu­af­urða á þess­um hluta árs aðeins tvisvar verið meira á þess­ari öld; árin 2013 og 2015. 

Í ár var út­flutt magn þó marg­falt minna en bæði þessi ár eða 26 þúsund tonn, en árið 2013 var það 125 þúsund tonn fyrstu fimm mánuði árs­ins og árið 2015 var það 83 þúsund tonn á sama tíma árs.

Útflutningur á loðnuafurðum á fyrstu fimm mánuðum hvers árs frá …
Útflutn­ing­ur á loðnu­af­urðum á fyrstu fimm mánuðum hvers árs frá ár­inu 2002. Línu­rit/​SFS

Á árum þar sem um afla­brest var að ræða, en sala birgða átti sér stað og verð því hátt, frá­töld­um hef­ur verðmæti á hvert út­flutt tonn aldrei verið meira. 

Ver­mæti á veitt kíló meira en nokkru sinni fyrr

Þetta kem­ur fram í frétta­bréfi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. 

Þar seg­ir einnig að „þrátt fyr­ir að tals­vert af verðmæt­um eigi enn eft­ir að skila sér í út­flutn­ingstöl­urn­ar frá síðustu loðnu­vertíð, þá eru út­flutn­ings­verðmæt­in nú þegar orðin meiri en þau hafa nokkru sinn­um áður verið fyr­ir hvert kíló sem ís­lenski flot­inn hef­ur dregið úr sjó.“

Auk­in út­flutn­ings­verðmæti má rekja til hærra afurðar­verðs vegna afla­brests síðustu tveggja vertíða, auk­inna gæða vegna mik­illa fjár­fest­inga í upp­sjáv­ar­vinnsl­um hér­lend­is og meiri sölu á hátt borg­andi markaði í Asíu. 

Loðnuvinnsla hjá Skinney-Þinganes.
Loðnu­vinnsla hjá Skinn­ey-Þinga­nes. Ljós­mynd/​Hall­veig Karls­dótt­ir
mbl.is