Marel kaupir Völku

Vinnslulína Vísis, í Grindavík, frá Marel.
Vinnslulína Vísis, í Grindavík, frá Marel. Ljósmynd/mbl.is

Mar­el hef­ur und­ir­ritað samn­ing um kaup á Völku ehf.

Stefn­ir Mar­el á kaup á 100% hlut í Völku en yfir 90% hlut­hafa Völku hafa samþykkt samn­ing um kaup­in, er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el. 

Eft­ir­stand­andi hlut­höf­um verður boðið að selja sinn hlut á sömu kjör­um. Kaup­in eru háð hefðbundn­um fyr­ir­vör­um um samþykki sam­keppn­is­yf­ir­valda en gert er ráð fyr­ir að kaup­in gangi í gegn síðar á ár­inu. 

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel og Helgi Hjálmarsson, stofnandi …
Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar Mar­el og Helgi Hjálm­ars­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Völku ehf. Ljós­mynd/​Aðsend

Kaup­verðið er greitt 50% með reiðufé og 50% í Mar­el-hluta­bréf­um, fyr­ir utan minni hlut­hafa sem býðst greiðsla með 100% reiðufé. Selj­end­ur sem fá hluta­bréf í Mar­el skuld­binda sig til að eiga þau í 18 mánuði frá kaup­un­um.

Valka er há­tæknifyr­ir­tæki í fisk­vinnslu­lausn­um og var stofnað af Helga Hjálm­ars­syni árið 2003. Fé­lagið hef­ur verið í sam­keppni við Mar­el í fram­leiðslu ým­issa fisk­vinnslu­véla síðastliðin ár, þar á meðal í vatns­skurðar­vél­um. 

mbl.is