Leikkonan Kate Hudson nýtur nú lífsins við strendur Miðjarðarhafsins ásamt börnum sínum þremur og kærastanum Danny Fujikawa. Hudson sást á Grikklandi með krakkana en hún er stödd þar við tökur á kvikmyndinni Knives Out.
Móðir Hudson, leikkonan Goldie Hawn, kom til dóttur sinnar í frí ásamt kærasta sínum Kurt Russell. Hudson, Fujikawa, Hawn og Russell skelltu sér á bát án barnanna.
Stjörnuparið Katy Perry og Orlando Bloom eru líka stödd í Evrópu en Perry deildi myndum af þeim njóta lífsins í Tyrklandi. Perry birti myndir af þeim við sundlaug með óendanleikakanti á Six Senses Kaplankaya-hótelinu.
Parið hefur verið á ferðalagi um Evrópu en fyrir nokkrum vikum voru þau stödd á Ítalíu.
Tónlistarmaðurinn John Legend og eiginkona hans Chrissy Teigen eru nú á Ítalíu en þau flugu þangað ásamt börnum sínum tveimur, Lunu og Miles. Teigen hefur staðið í miðjum fjölmiðlastormi undanfarnar vikur og fríið því eflaust kærkomið fyrir hana. Hún birti mynd af sér við skakka turninn í Písa.