Fullkomin og hraðskreið Sjöfn

Snarbeygt á stjórborða.
Snarbeygt á stjórborða. mbl.is/Árni Sæberg

„Haldið ykk­ur fast, nú beygj­um við hart í bak,“ sagði Þor­steinn Jón­ínu­son, skip­stjóri hjá Rafn­ari ehf. á björg­un­ar­skip­inu Sjöfn, í stuttri kynn­is­ferð um sund­in við Reykja­vík. Það var ekki of­sög­um sagt að beygj­an væri kröpp. Bát­ur­inn snar­beygði á 40 hnúta hraða (74 km/​klst.) og sigldi í þröng­an hring en skrikaði aldrei af stefn­unni. Það var eins gott að það voru góðir arm­ar á demp­ara­stól­un­um í stýris­hús­inu því miðflótta­aflið lét finna vel fyr­ir sér. Það var merki­legt að upp­lifa rás­fest­una.

Þor­steinn sigldi áfram og sagði okk­ur að horfa á skjá sem sýndi sjón­ar­horn mynda­vél­ar aft­ur af bátn­um. Bát­ur­inn var á fullri sigl­ingu þegar Þor­steinn sló snöggt af og bát­ur­inn stoppaði. Það kom eng­in alda í aft­ur­end­ann eins og þekk­ist vel á mörg­um hraðskreiðum bát­um þegar stoppað er snögg­lega.

Aft­ur var gefið í botn og tek­in ró­leg beygja og stefnt þvert á ný­risna bógöld­una. „Verið þið viðbún­ir,“ sagði Þor­steinn skip­stjóri þegar við nálguðumst kjöl­farið. Svo fór hann að hlæja og við skild­um hvers vegna. Það var eig­in­lega eng­in bógalda og eng­in högg eða læti þegar við sigld­um þar yfir!

Þegar hraði „plan­andi“ báta er auk­inn lyfta þeir sér í vatn­inu og skauta svo yfir vatns­flöt­inn frem­ur en að sigla í gegn­um vatnið. Lít­il mótstaða og viðnám við sjó­inn stuðlar að spar­neytni. Þessi stóri bát­ur fór mjög áreynslu­laust „upp á plan“. Sjöfn virt­ist lyft­ast öll nokkuð jafnt þegar hraðinn jókst, en ekki svo að stefnið risi fyrst og dytti svo niður „á plan“ eins og al­gengt er.

Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson og Þorsteinn Jónínuson frá Rafnari um borð …
Þor­steinn Jón­as Sig­ur­björns­son og Þor­steinn Jón­ínu­son frá Rafn­ari um borð í Sjöfn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vel út­búið björg­un­ar­skip

Björg­un­ar­sveit­in Ársæll í Reykja­vík fékk Sjöfn af­henta á liðnu hausti. Báta­smiðjan Rafn­ar ehf., sem smíðaði skipið, fékk að sýna það Morg­un­blaðsmönn­um. Sjöfn er af gerðinni Rafn­ar 1100. Bát­ur­inn er 11 metra lang­ur og rist­ir aðeins 55 sentí­metra. Hann er knú­inn tveim­ur 300 hestafla, átta strokka Mercury-ut­an­borðsvél­um. Í bátn­um er 600 lítra eldsneyt­i­stank­ur. Sjöfn get­ur siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/​klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/​klst.) á ann­arri vél­inni.

Á Sjöfn er rúm­gott, upp­hitað stýris­hús með fjór­um demp­ara­stól­um. Þar er gott pláss fyr­ir galla, björg­un­ar­vesti og ýms­an ann­an búnað. Bát­ur­inn er mjög vel tækj­um bú­inn til leit­ar og björg­un­ar. Þar má nefna rat­sjá, full­komna sigl­inga­tölvu, öfl­uga hita­mynda­vél, fjar­skipta­búnað og búnað til að fjar­stýra leit­ar­dróna. Stjórn­tæki drón­ans eru tengd stjórn­tækj­um báts­ins og upp­færa stöðugt staðsetn­ingu móður­skips­ins svo drón­inn rati aft­ur um borð.

Öflug­ir rafal­ar á ut­an­borðsvél­un­um hlaða inn á raf­geym­ana og knýja flók­inn raf­búnaðinn. Auk þess er bát­ur­inn með öfl­ug leit­ar­ljós og vinnu­ljós. Stýris­húsið er svo vel hljóðein­angrað að það var ekk­ert mál að tala sam­an í eðli­legri radd­hæð þótt siglt væri á fullri ferð. Sjöfn er án efa eitt full­komn­asta björg­un­ar­skipið af sinni stærð sem til er.

Rafn­ar flutt­ur til Reykja­vík­ur

Báta­smiðjan Rafn­ar ehf. er nú flutt í nýtt hús­næði að Geirs­götu 11 við Reykja­vík­ur­höfn. Þar eru skrif­stof­ur og báta­smiðja. Þegar við kom­um í heim­sókn var í smíðum rauðgul­ur Rafn­ar 1100-sjó­björg­un­ar­bát­ur fyr­ir kaup­anda í Karíbahafi. Hann verður með svo­kölluðum T-toppi, eða opnu stýris­húsi sem hent­ar vel í hit­an­um. Stoðir sem halda þak­inu uppi eru jafn­framt flot­holt sem valda því að hvolfi bátn­um þá velt­ur hann aft­ur á rétt­an kjöl.

Nú eru Rafn­ar-bát­ar smíðaðir á Íslandi, Grikklandi og Stóra-Bretlandi. Smíði Rafn­ar-báta er að hefjast í Hollandi, Tyrklandi og Banda­ríkj­un­um.

Össur hannaði skrokklagið

Hönn­un Rafn­ar-bát­anna er var­in af einka­leyfi og skrokklagið, ÖK Hull, er kennt við höf­und þess Össur Krist­ins­son, stoðtækja­smið og stofn­anda Rafn­ars. Gríðarleg þró­un­ar­vinna ligg­ur að baki skrokkn­um og töldu starfs­menn að prófaðar hafi verið allt að 400 mis­mun­andi út­færsl­ur í prufutönk­um. Þeir hjá Rafn­ari eru opn­ir fyr­ir ábend­ing­um um það sem bet­ur má fara og eru sí­fellt að end­ur­bæta bát­ana.

Hróður hönn­un­ar og sjó­hæfni Rafn­ar-bát­anna hef­ur borist víða. Þor­steinn skip­stjóri kvaðst vera bú­inn að fara með um 1.600 manns í prufu­ferðir. Þrautreynd­ir sjó­menn, t.d. úr banda­rísku strand­gæsl­unni og sjó­hern­um, báðu fyr­ir sér þegar Þor­steinn bauð upp á snar­beygj­ur og aðrar kúnst­ir, en önduðu létt­ar þegar ekk­ert fór úr­skeiðis. Sum­ar af æf­ing­un­um hefðu verið háska­leg­ar á hefðbundn­um bát­um.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur langa og góða reynslu af Rafn­ar-bát­um og eins marg­ar björg­un­ar­sveit­ir. Gríska strand­gæsl­an ger­ir út 15 Rafn­ar-báta svo nokkuð sé nefnt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: