Matsáætlun fyrir landeldi í Eyjum lögð fram

Frá Heimaey.
Frá Heimaey. Ljósmynd/mbl.is

Fé­lagið Sjálf­bært fisk­eldi í Eyj­um ehf. hef­ur lagt fram til­lögu að matsáætl­un vegna mats á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir eld­is­stöðvar lax­fiska á landi í Vest­manna­eyj­um. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Skipu­lags­stofn­un. Matsáætl­un­ina má nálg­ast hér

Frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við til­lög­una er til 26. júlí.

Lár­us Ásgeirs­son stjórn­ar­maður sagði í sam­tali við mbl.is í júní að gert væri ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næsta ári, ef nauðsyn­leg leyfi fá­ist fyr­ir þann tíma, og að lax verði sett­ur í stöðina á ár­inu 2023.

Stefnt er að því að fram­leiða 10 þúsund tonn á ári en að fram­kvæmd­in verði áfanga­skipt. Fyrst verði byggt upp til fram­leiðslu á fimm þúsund tonn­um og annað eins verði í síðari áfanga.

Hag­stæður hiti sjáv­ar við Vest­manna­eyj­ar skap­ar góðar aðstæður til að ala lax í ker­um á landi. Hóp­ur fjár­festa hef­ur gert sam­komu­lag við Vest­manna­eyja­bæ um að fá út­hlutaðri lóð í Viðlaga­fjöru á svo­kölluðu Nýja­hrauni fyr­ir land­eld­is­stöð.

mbl.is