Greinileg stefnubreyting hjá Fiskistofu

Ekki eru allir á eitt sáttir um eftirlit Fiskistofu með …
Ekki eru allir á eitt sáttir um eftirlit Fiskistofu með smábátum. Ljósmynd/mbl.is

„Þeir hafa hingað til sagst ætla, í kjöl­far þess að hafa orðið var­ir við brott­kast, að senda mönn­um viðvar­an­ir og gefa mönn­um tæki­færi á að bæta ráð sitt. En þeir hafa greini­lega breytt um skoðun á því hvernig á að nota þetta,“ seg­ir Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda um dróna­eft­ir­lit Fiski­stofu. 

Greint var frá því fyrr í dag á 200 míl­um að neta­bát­ur hafði verið svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni vegna brott­kasts sem náðist á mynda­vél eft­ir­lits­dróna Fiski­stofu. 

Var bát­ur­inn svipt­ur leyfi í tvær vik­ur. 

Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda.
Arth­ur Boga­son, formaður lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur frá byrj­un gagn­rýnt notk­un Fiski­stofu á drón­um við eft­ir­lit og stofn­un­ina skorta skýr­ar laga­heim­ild­ir til þess. 

Arth­ur seg­ist ekki vera talsmaður brott­kasts en er ósam­mála aðferðafræðinni við að upp­ræta ósiðinn. 

„Þessi aðferðafræði eins og þeir hafa stundað hana flokk­ast miklu frek­ar und­ir njósn­a­starf­semi held­ur en eft­ir­lit,“ seg­ir Arth­ur. 

„Við höf­um farið fram á það, að ef viðhafa á eft­ir­lit með mynda­vél­um verði menn látn­ir vita, eins og þegar fólk er í eft­ir­lits­mynda­vél­um eða á hraðamynda­vél­um í um­ferðinni.“

mbl.is