Risapöndur ekki lengur í útrýmingarhættu

Risapöndur, kínversk þjóðargersemi, eru ekki lengur taldar í útrýmingarhættu samkvæmt …
Risapöndur, kínversk þjóðargersemi, eru ekki lengur taldar í útrýmingarhættu samkvæmt skilgreiningu kínverskra yfirvalda. AFP

Risapönd­ur eru ekki leng­ur í út­rým­ing­ar­hættu sam­kvæmt skil­grein­ingu kín­verska heil­brigðisráðuneyt­is­ins. Stofn­inn er þó enn viðkvæm­ur. 

Alls eru um 1.800 villt­ar risapönd­ur í nátt­úr­unni að því er talið. Sér­fræðing­ar segja að vernd­araðgerðir í Kína, líkt og að stækka kjör­lendi risap­andna, hafi skilað til­ætluðum ár­angri. Rækt­un bambus­skóga er tal­in gegna lyk­il­atriði þar sem risapönd­ur nær­ast nær ein­ung­is á bambus og geta soltið án hans. 

Risapönd­ur eru álitn­ar þjóðarger­semi í Kína en hafa einnig verið lánaðar til annarra landa í diplóma­tísk­um til­gangi, s.s. til að styrkja stjórn­mála­sam­starf. 

Alþjóðlegu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in (IUCN) tóku risapönd­una af lista yfir dýra­teg­und­ir í út­rým­ing­ar­hætti árið 2016 og flokka hana nú sem viðkvæma. Kín­versk­um yf­ir­völd­um þótti hins veg­ar ekki ör­uggt að taka slíkt skref fyrr en nú.

Um 1.800 villtar pöndur lifa í náttúrunni um þessar mundir. …
Um 1.800 villt­ar pönd­ur lifa í nátt­úr­unni um þess­ar mund­ir. Hin 22 ára gam­al Mei Xiang er þó ekki meðal þeirra en hún lif­ir í góðu yf­ir­læti í Smith­soni­an-dýrag­arðinum í Washingt­on, DC. AFP
mbl.is