Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir skellti sér út til Parísar í Frakklandi um helgina. Flaug hún út á sunnudagsmorgun og var mætt niður í miðborg um og eftir hádegi.
Á þessum fyrsta degi í borg ástarinnar fór Birgitta í Louis Vuitton-verslun og einnig í Chanel-verslun á Rue Cambon í 8. hverfi borgarinnar.
Um kvöldið snæddi hún sushi á Buddha-bar í sama hverfi og lauk deginum á ís frá Häagen-Dazs.
Birgitta hefur ekki sagt frá því í hvaða erindagjörðum hún er en hún opnaði klúbbinn Bankastræti í miðborg Reykjavíkur fyrir 10 dögum. Þar er hún meðal annars með kampavín frá Möet & Chandon til sölu, enda er hún svokallaður „brand ambassador“ fyrir hið franska vín.