Trefjar afhenda nýja Cleopötru-50

Báta­smiðjan Trefjar í Hafnar­f­irði af­henti nú á dög­un­um nýja Cleopötru-50 til út­gerðarfé­lags­ins Ny­grunn AS í Lofoten í Nor­egi.

Bát­ur­inn er 30 brútt­ót­onn, 15 metr­ar að lengd og yf­ir­byggður neta­bát­ur. 

Bát­ur­inn hlaut sama nafn og út­gerðin Ny­grunn. Eig­end­ur út­gerðar­inn­ar eru bræðurn­ir Ørjan og Ketil Sand­nes.

Bát­ur­inn leys­ir af hólmi eldri eik­ar­bát út­gerðar­inn­ar sem byggður var í kring­um 1970 og hef­ur þjónað út­gerðinni í þrjá ættliði all­ar göt­ur síðan er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Trefj­um. 

Í lýs­ingu báts­ins seg­ir að rými sé fyr­ir allt að 43 460 lítra kör í lest báts­ins. Stakka­geymsla sé upp­hituð, og rúm­góður borðsal­ur í brúnni. Í lúk­ar er svefn­pláss fyr­ir sex í þrem­ur klef­um auk góðrar eld­un­araðstöðu.

Bú­inn til lengri úti­veru 

Í sam­tali við 200 míl­ur seg­ir Högni Bergþórs­son, tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Trefja, að bát­ur­inn sé út­bú­inn til lengri úti­veru ef þörf kref­ur og að aðbúnaður um borð sé í takt við það. 

Í Nor­egi færa bát­ar af þess­ari gerð sig gjarn­an til á vertíðinni og fylgja fisk­göng­um eft­ir.  Stunda þar af leiðandi veiðar langt frá heima­höfn í vik­ur, jafn­vel mánuði, ólíkt því sem oft­ast er á Íslandi.

Þá þurfa skip­verj­ar „að búa í bátn­um“ ef svo má segja. Þannig er mik­il­vægt að vist­ar­ver­ur, eld­unar­út­búnaður og allt sé sem best úr garði gert fyr­ir áhöfn,“ seg­ir Högni.  

Aðal­vél báts­ins er af gerðinni Doos­an 4V222, 800 hest­öfl (22 lítra), tengd frístand­andi ZF 665 V-gír. Tvær raf­stöðvar eru um borð af gerðinni Scam frá Ásafli.

Bát­ur­inn er út­bú­inn sigl­inga­tækj­um af gerðinni JRC, Simrad og Olex frá Nor­egi.

Bát­ur­inn er einnig bú­inn vökv­adrifn­um hliðar­skrúf­um að fram­an og aft­an sem tengd­ar eru sjálf­stýr­ingu báts­ins. Bát­ur­inn er út­bú­inn til neta­veiða. Neta­búnaður og vinnslu­búnaður á dekki kem­ur frá Nor­egi.

Ann­ar búnaður á dekki er frá Stál­orku. Í bátn­um er ARG250-stöðug­leika­búnaður. Líf­bát­ar og ann­ar ör­ygg­is­búnaður báts­ins kem­ur frá Vik­ing.

mbl.is