Vinnslustöðin sýnir á spilin

Kap VE landar hér síld hjá Vinnslustöðinni í Eyjum.
Kap VE landar hér síld hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur birt á vef sín­um yf­ir­lit yfir fjár­fest­ing­ar Vinnslu­stöðvar­inn­ar í at­vinnu­líf­inu, þá sér­stak­lega fé­lög­um sem ekki hafa út­gerð með hönd­um á síðustu 10 árum. 

Til­efnið er skýrslu­beiðni Hönnu Katrín­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Viðreisn­ar, og fleiri meðflutn­ings­manna, sem tek­ur til eign­ar­halda tutt­ugu stærstu út­gerðarfé­laga lands­ins í ís­lensku at­vinnu­lífi. 

Í vik­unni var greint frá því að Hönnu Katrínu og meðflutn­ings­menn væri farið að lengja eft­ir skýrsl­unni enda 29 vik­ur liðnar frá samþykktri skýrslu­beiðni. 

Kristján Skarp­héðins­son, ráðuneyt­is­stjóri í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, sagði í sam­tali við 200 míl­ur að vinna við skýrslu­skrif­in væri langt kom­in og von­andi færi að stytt­ast í að henni yrði dreift. Skatt­ur­inn ann­ast út­tekt­ina fyr­ir ráðuneytið. 

Fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar að all­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­fest­ing­ar Vinnslu­stöðvar­inn­ar séu birt­ar í árs­reikn­ing­um fé­lags­ins og aðgengi­leg­ar öll­um sem áhuga hafa og bera sig eft­ir þeim.

Mynd/​Vinnslu­stöðin

„Vinnslu­stöðin er þar að auki meðeig­andi en í mikl­um minni­hluta eign­ar­halds í nokkr­um fé­lög­um til viðbót­ar, til dæm­is í Okada Suis­an í Jap­an.

Meg­inþætt­ir í fjár­fest­ing­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar eru aðallega af tvenn­um toga:

  1. Sölu og markaðsstarf­semi, einkum á er­lend­um mörkuðum. Þannig nálg­ast fé­lagið neyt­end­ur/​viðskipta­vini/​not­end­ur á heima­velli þeirra og stuðlar að því að upp­fylla enn bet­ur ósk­ir þeirra, vænt­ing­ar og kröf­ur. Hér er ann­ars veg­ar vísað til fyr­ir­tækja sem fram­leiða vör­ur úr sjáv­ar­fangi Vinnslu­stöðvar­inn­ar fyr­ir neyt­enda­markað og hins veg­ar til beinna sam­skipta við neyt­end­ur, hvort held­ur eru gest­ir veit­inga­húsa eða viðskipta­vin­ir stór­markaða.
  2. Áfram­vinnsla afurða, einkum í Vest­manna­eyj­um. Þannig hef­ur Vinnslu­stöðin tekið þátt í að full­vinna loðnu- og þorsk­hrogn, sjóða niður lif­ur og þurrka haus og bein.

All­ar fjár­fest­ing­ar Vinnslu­stöðvar­inn­ar hafa að meg­in­mark­miði að efla og styrkja at­vinnu­líf og byggð í Vest­manna­eyj­um og stuðla að enn meiri land­vinn­ing­um fyr­ir ís­lenskt sjáv­ar­fang á alþjóðleg­um mat­vörumarkaði,“ seg­ir á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

mbl.is