Birgitta fór í Bláa lónið og áhrifavaldasvítuna

Birgitta Líf Björnsdóttir í París í Frakklandi. Hún er komin …
Birgitta Líf Björnsdóttir í París í Frakklandi. Hún er komin aftur heim. Skjáskot/Instagram

At­hafna­kon­an Birgitta Líf Björns­dótt­ir virðist vera kom­in aft­ur á ís­lenska grundu eft­ir ferð til Par­ís­ar í Frakklandi. Birgitta sýndi frá ferð í Bláa lónið í gær­kvöldi og svo fór hún á Hót­el Kefla­vík í lok dags. 

Á Hót­el Kefla­vík er að finna svo­kallaða Diamond Suit sem hef­ur verið gríðarlega vin­sæl á meðal áhrifa­valda þessa lands. Birgitta hef­ur heim­sótt hót­elið áður enda er þar að finna sjálfsala með Moët & Chandon-kampa­víni. Birgitta er „brand ambassa­dor“ fyr­ir kampa­vínið. 

Birgitta flaug til Par­ís­ar á sunnu­dag fyr­ir viku. Dag­arn­ir í Par­ís gengu ekki áfalla­laust fyr­ir sig en á meðan hún var úti var in­sta­gram­reikn­ing­ur henn­ar hakkaður. Þá var kór­ónu­veiru­smit einnig rakið inn á nýopnaðan skemmti­stað henn­ar við Banka­stræti. 

mbl.is