Heimildir til strandveiða hafa verið auknar um 1.171 tonn af þorski fyrir yfirstandandi strandveiðitímabil.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skrifaði undir reglugerð þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir.
Með aukningunni er heildarmagn veiðiheimilda í þorski á strandveiðum orðið 11.171 tonn og samtals 12.271 af óslægðum botnfiski.
„Hinn 19. júlí 2021 sl., að loknum 42 veiðidegi, var heildarafli á strandveiðum alls um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski,“ segir í tilkynningu.
„Að meðaltali hefur því heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst.
Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst.“