Heimildir til strandveiða auknar

Ellert Ólafsson við löndun úr Önnu ÓF 83 í blíðskaparveðri …
Ellert Ólafsson við löndun úr Önnu ÓF 83 í blíðskaparveðri á Siglufirði. Morgunblaðið/Hafþór

Heim­ild­ir til strand­veiða hafa verið aukn­ar um 1.171 tonn af þorski fyr­ir yf­ir­stand­andi strand­veiðitíma­bil.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur skrifaði und­ir reglu­gerð þess efn­is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu. 

Um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skipti­markaði í skipt­um fyr­ir mak­ríl og fleiri teg­und­ir.

Með aukn­ing­unni er heild­ar­magn veiðiheim­ilda í þorski á strand­veiðum orðið 11.171 tonn og sam­tals 12.271 af óslægðum botn­fiski.

Hefðu stöðvað strand­veiðar um miðjan ág­úst

„Hinn 19. júlí 2021 sl., að lokn­um 42 veiðidegi, var heild­arafli á strand­veiðum alls um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Að meðaltali hef­ur því heild­arafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strand­veiðar um miðjan ág­úst.

Með þess­ari aukn­ingu til strand­veiða er ráðgert að strand­veiðisjó­mönn­um verði gert kleift að stunda veiðar út ág­úst. Þá mun þessi viðbót­ar­ráðstöf­un einnig jafna stöðu milli ein­stakra veiðisvæða þar sem á sum­um svæðum er besti veiðitím­inn í ág­úst.“

mbl.is