Hagræðing í skipastól Síldarvinnslunnar

Börkur eldri, sem verður bráðlega Bjarni Ólafsson, ef allt gegnur …
Börkur eldri, sem verður bráðlega Bjarni Ólafsson, ef allt gegnur upp. mbl.is/Þorgeir

Nokkr­ar breyt­ing­ar eru í far­vatn­inu á skipa­stól Síld­ar­vinnsl­unn­ar að því er kem­ur fram á Face­book-síðu fé­lags­ins.

Berg­ur ehf. í Vest­manna­eyj­um í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar hef­ur samþykkt sölu á Bergi VE-44 til Vís­is í Grinda­vík og verður skipið af­hent í ág­úst. 

Selja ekki afla­heim­ild­ir

Berg­ur VE-44 var seld­ur án afla­heim­ilda en hef­ur í dag að geyma tæp 1.600 þorskí­gildist­onn. 

Þá mun Berg­ur ehf. kaupa Ber­gey VE-144 af móður­fé­lagi sínu Bergi-Hug­in ehf. Fram kem­ur í til­kynn­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar að um sé að ræða hagræðing­araðgerðir vegna skerðinga á afla­marki á kom­andi fisk­veiðiári. 

Þá hef­ur dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Run­ólf­ur Hall­freðsson ehf., gengið frá sölu á upp­sjáv­ar­skip­inu Bjarna Ólafs­syni AK-70 til er­lendr­ar út­gerðar. 

Sal­an er þó háð ákveðnum fyr­ir­vör­um af hálfu kaup­enda sem munu skýr­ast inn­an mánaðar. Ef af verður mun skipið verða af­hent nýj­um eig­end­um á haust­mánuðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Gamli Börk­ur mun hljóta nýtt nafn, Bjarni Ólafs­son AK-70, og munu áhöfn hans og afla­heim­ild­ir flytj­ast á milli. 

mbl.is