Herjólfur fellir niður ferðir um næstu helgi

Gamli Herjólfur.
Gamli Herjólfur. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Herjólfur hefur fellt niður þær ferðir sem Herjólf­ur III átti að sigla um verslunarmannahelgina. Ræsa átti út gamla Herjólf til að sigla föstudaginn 31. júlí og 2. ágúst til þess að anna eftirspurn á Þjóðhátíð. Ferðirnar falla hins vegar niður í ljósi þess að Þjóðhátíð hefur verið frestað. 

Á vefsíðu Herjólfs segir að farþegar sem áttu bókað í ferðir með gamla Herjólfi eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu til þess að láta færa bókun sína eða fá endurgreitt. Þá eru þeir farþegar sem eiga bókaða miða í Herjólf í gegnum dalurinn.is beðnir um að hafa samband við ÍBV.

mbl.is