Herjólfur hefur fellt niður þær ferðir sem Herjólfur III átti að sigla um verslunarmannahelgina. Ræsa átti út gamla Herjólf til að sigla föstudaginn 31. júlí og 2. ágúst til þess að anna eftirspurn á Þjóðhátíð. Ferðirnar falla hins vegar niður í ljósi þess að Þjóðhátíð hefur verið frestað.
Á vefsíðu Herjólfs segir að farþegar sem áttu bókað í ferðir með gamla Herjólfi eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu til þess að láta færa bókun sína eða fá endurgreitt. Þá eru þeir farþegar sem eiga bókaða miða í Herjólf í gegnum dalurinn.is beðnir um að hafa samband við ÍBV.