Lækkunin mest í ferðaþjónustugreinum

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launa­summa, staðgreiðslu­skyld laun allra á vinnu­markaði, hækkaði um 5,8% milli fjög­urra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launa­vísi­tala hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heild­ar­launa­tekj­ur lands­manna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. 

Fram kem­ur í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans að vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 4,3% á sama tíma­bili þannig að launa­summa hef­ur hækkað um 1,4% að raun­gildi. 

Launa­summa í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu lækkaði um tæp 38% á milli ára. Aft­ur á móti var 15% og 13% aukn­ing launa­summu milli ára í sjáv­ar­út­vegi og op­in­berri stjórn­sýslu. Fyr­ir utan ferðaþjón­ust­una lækk­ar launa­summan ein­ung­is í fjár­mála- og vá­trygg­ing­ar­starf­semi. 

Launa­fólki sem fékk staðgreiðslu­skyld­ar greiðslur fyrstu fjóra mánuði 2021 fækkaði um 5,6% frá sama tíma 2020. Launa­summan hækkaði um 5,8% á nafn­verði á sama tíma. Sam­kvæmt Hag­sjá bend­ir þetta til þess að tekju­lægra fólk hafi í meira mæli horfið af vinnu­markaði en það sem hafði hærri tekj­ur. 

mbl.is