Vertíð hafin á Þórshöfn

Heimaey VE landar fyrsta makrílfarminum á Þórshöfn í upphafi vertíðar.
Heimaey VE landar fyrsta makrílfarminum á Þórshöfn í upphafi vertíðar. Ljósmynd/Líney

Sum­ar­vertíð er haf­in á Þórs­höfn en Heima­ey kom að  landi í gær­kvöldi með fyrsta mak­ríl­farm­inn, um þúsund tonn, sem veidd­ist aust­ar­lega í síld­ars­mugunni.

Nokkuð löng sigl­ing er frá miðunum, um 34 tím­ar, og þar hef­ur verið þokusúld svo sól­ar­dag­ur á Þórs­höfn var áhöfn­inni kær­kom­inn.

Veiðin var ekk­ert sér­stök en Sig­urður dældi sín­um afla yfir í Heima­ey og þetta er þokka­leg­ur mak­ríll.

Að sögn Sig­geirs Stef­áns­son­ar, hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn, hef­ur mönn­un gengið vel og er mikið til sama fólkið og var á vertíðinni í fyrra.

Viðvar­andi hús­næðis­skort­ur er á Þórs­höfn sem er hamlandi fyr­ir bæ­inn að öllu leyti og sést einkum vel þegar vertíð kall­ar á meiri mann­skap sem þarf þak yfir höfuðið.

Sig­urður og Álsey eru á miðunum í síld­ars­mugunni og var Sig­urður kom­inn með um 500 rúm­metra í morg­un.

mbl.is