Eignatilfærsla sem tifandi tímasprengja

Á uppleið. Lægri vextir hafa leitt til hærra eignaverðs í …
Á uppleið. Lægri vextir hafa leitt til hærra eignaverðs í faraldrinum. mbl.is/Golli

Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands og nefnd­armaður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans, seg­ir það ekki hlut­verk nefnd­ar­inn­ar að taka af­stöðu til þess hvaða áhrif vaxta­lækk­an­ir hafi á fast­eigna­verð.

Til­efnið er gagn­rýni Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, á stjórn­völd í Morg­un­blaðinu í gær. Taldi hann þau hafa sýnt and­vara­leysi með því að bregðast ekki við áhrif­um lægri vaxta á fast­eigna­verð, enda væri hækk­un þess áhyggju­efni.

Gylfi seg­ir vaxta­lækk­an­irn­ar hafa leitt til hækk­andi eigna­verðs að und­an­förnu. Það birt­ist í íbúðaverði og verði hluta­bréfa og fyr­ir vikið hagn­ist efna­fólk meira en aðrir.

„Þetta er hálf­gerð tímasprengja af því stjórn­völd á [Vest­ur­lönd­um] hafa ekki leiðrétt eigna­skipt­ing­una, einkum vegna óvissu um þróun far­sótt­ar og vænt­an­lega einnig af póli­tísk­um ástæðum. Það er mik­il óvissa um framtíðina og stjórn­völd eiga fullt í fangi með önn­ur mál,“ seg­ir Gylfi.

Í um­fjöl­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur hann stjórn­völd geta spornað við þess­um áhrif­um á íbúðaverðið með því að stuðla að upp­bygg­ingu á ódýru hús­næði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: