Söngkonan Heiða Ólafs og hugbúnaðarverkfræðingurinn Helgi Páll Helgason eru í Barcelona í brúðkaupsferð. Hjónin gengu í hjónaband á laugardaginn og flugu á vit ævintýranna með Play á mánudaginn, afmælisdegi Heiðu.
Nýbökuðu hjónin hafa verið dugleg að birta myndir af brúðkaupinu og það sem af er brúðkaupsferðinni á samfélagsmiðlum sínum. Þau gistu í nótt á fjögurra stjörnu hótelinu Hotel Barcelona Princess sem staðsett er á besta stað í Barcelona. Þegar þau komu á hótelið beið þeirra kampavínsflaska og súkkulaðihjúpuð jarðarber.
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppleið á Katalóníu eins og víðar síðustu vikur. Þau Heiða og Helgi láta það ekki stoppa sig og eiga vonandi eftir að njóta hveitibrauðsdaganna í sólinni.