„Sögulegir“ samningar í höfn

Þórshöfn, höfuðstaður Færeyja.
Þórshöfn, höfuðstaður Færeyja. mbl.is/Sigurður Bogi

Fær­eysk og norsk stjórn­völd hafa gert með sér samn­inga um mak­ríl­veiðar í fisk­veiðilög­sögu hvors lands.

Mega flot­ar beggja landa veiða allt að 83.524 tonn af mak­ríl, sem sam­svar­ar um helm­ingi af heild­armakríl­kvóta Fær­ey­inga, það sem eft­ir lif­ir mak­ríl­vertíðar árs­ins 2021 inn­an land­helgi hvort ann­ars.

Þetta kem­ur fram í fær­eysk­um miðlum.

Sömu­leiðis var samið um að fær­eysk skip sem veiða í norskri fisk­veiðilög­sögu landi í Fær­eyj­um eða í Nor­egi og gild­ir það sama um norsk skip sem veiða í fær­eyskri fisk­veiðilög­sögu.

Þá kem­ur fram í fær­eysk­um miðlum að samn­ing­ur­inn á milli Fær­eyja og Nor­egs sé sögu­leg­ur að því leyti að aldrei áður hef­ur verið samið um viðlíka aðgang Fær­ey­inga að mak­ríl­veiðum í norsk­um sjó.

Eng­ir heild­stæðir samn­ing­ar gilda um veiðar á deili­stofn­in­um mak­ríl og sem­ur því hvert land fyr­ir sig um veiðar á hverju svæði fyr­ir sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: