Staðnir að ítrekuðum framhjálöndunum

Valþór Gk-123.
Valþór Gk-123. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Tog­bát­ur­inn Valþór GK-123 hef­ur verið svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í fjór­ar vik­ur vegna ít­rekaðrar lönd­un­ar fram hjá hafn­ar­vog.

Fram kem­ur á vef Fiski­stofu að ákvörðun Fiski­stofu þess efn­is hafi verið tek­in þann 20. júlí og gildi frá og með 24. ág­úst og til og með 20. sept­em­ber. 

Í ákvörðun Fiski­stofu kem­ur fram að við lönd­un úr skip­inu þann 28. apríl hafi hafn­ar­starfsmaður orðið þess var að 572 kíló af þorski voru flutt af lönd­un­arstað án þess að afl­inn hafi verið veg­in á hafn­ar­vog.

Er það brot við lög um um­gengni nytja­stofna sjáv­ar þar sem mælt er fyr­ir um að all­ur afli fiski­skips skuli veg­inn á hafn­ar­vog þegar við lönd­un sem og mælt er fyr­ir um að ekið skuli lönduðum afla rak­leitt á hafn­ar­vog.

Ítrekuð brot

Skipið hafði áður verið svipt leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í fjór­ar vik­ur fyrr í sum­ar vegna sam­bæri­legs brots.

mbl.is