Hollywoodstjörnurnar Jennifer Lopez og Ben Affleck sleikja sólina í Evrópu um þessar mundir. Ekki langt frá þeim er fyrrverandi unnusti Lepez, fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriguez, sem virðist nánast elta fyrrverandi unnustu sína.
Lopez hélt upp á afmæli sitt á frönsku rivíerunni um helgina í St. Tropez sem er þekktur fyrir að vera sumarleyfisstaður ríka og fræga fólksins. Þau Affleck ferðast um á rándýrri snekkju og héldu af stað með snekkjunni frá Mónakó til Ítalíu. Á þriðjudaginn sáust þau njóta lífsins á Capri, rétt fyrir utan Amalfi-ströndina á Ítalíu.
Eins og vanalega er Rodriguez ekki langt undan. Hann var á heldur ódýrari snekkju við St. Tropez um helgina. Hann hélt upp á 46 ára afmæli sitt í gær, þriðjudag. Í gleðskapnum fór hann með einkaþotu með vinum sínum og fagnaði afmælinu á Ítalíu að því er fram kemur á vef Daily Mail.
Bæði Lopez og Rodriguez eru dugleg að birta myndir af lúxuslífinu á instagramsíðum sínum. Parið sleit trúlofun sinni fyrr á árinu.