Halldóru verði falið að leiða viðræður

Halldóra Mogensen.
Halldóra Mogensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fé­lags­fundi Pírata, sem fór fram í gær­kvöldi, lögðu odd­vit­ar fram­boðslista Pírata fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar fram er­ind­is­bréf sem veit­ir Hall­dóru Mo­gensen, þing­konu Pírata, umboð til að leiða stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður að lokn­um kosn­ing­um til Alþing­is, í sam­ræmi við tí­unda kafla laga Pírata um umboðsmenn.

„Það var eng­inn mót­fall­inn því, þetta sigldi því bara í gegn og fer í kosn­inga­kerfið hjá gras­rót­inni,“ seg­ir Hall­dóra Mo­gensen, þing­flokks­formaður Pírata, um fé­lags­fund flokks­ins sem hald­inn var fyrr í gær­kvöld. „Ef gras­rót­in samþykk­ir þá verður þetta borið und­ir þing­flokk­inn og fram­kvæmda­stjórn og ef þetta er samþykkt þar þá er ég kom­in með umboð.“

Hall­dóra seg­ir að ekki hafi verið rætt mikið annað á fund­in­um, nema lít­il­lega um þau áhrif sem far­ald­ur­inn hef­ur á kosn­inga­bar­áttu Pírata.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina