Makríllinn er á víð og dreif

Makríll fannst á víð og dreif í lögsögu Íslands.
Makríll fannst á víð og dreif í lögsögu Íslands. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson

Rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar Íslands, Árni Friðriks­son, kom í höfn í Hafnar­f­irði í fyrra­dag eft­ir að hafa tekið þátt í ár­leg­um alþjóðleg­um upp­sjáv­ar­vist­kerf­is­leiðangri í Norður­höf­um að sum­ar­lagi, sem kall­ast upp á ensku IESSNS, In­ternati­onal Ecosystem Sum­mer Sur­vey in the Nordic Seas.

Fyrstu niður­stöður leiðang­urs­ins benda til þess að meira magn sé af mak­ríl í ís­lenskri fisk­veiðilög­sögu í ár held­ur en í fyrra­sum­ar.

Þá benda niður­stöðurn­ar til að mak­ríll hafi áber­andi meiri út­breiðslu fyr­ir aust­an landið held­ur en sum­arið 2021 en þétt­leik­inn sé lít­ill. Með öðrum orðum er mak­ríl víða að finna en hann er dreifður.

Þetta kem­ur heim og sam­an við frá­sagn­ir og til­finn­ingu sjó­manna og út­gerðarmanna sem 200 míl­ur hafa rætt við frá því haldið var af stað í mak­ríl­veiðar í sum­ar.

Enn veiða skip í Smugunni þessi dægrin og dæla á milli skipa til þess að lág­marka tíma fram að lönd­un.

Vænn í lög­sög­unni

Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að veiði sé enn svipuð, það er hæg.

„Við reynd­um í síðustu viku að veiða í ís­lensku lög­sög­unni með frek­ar litl­um ár­angri. Það var blandað af síld og mak­ríl en fisk­ur­inn var ansi góður. Það var lítið af hon­um hér, en hann var stór og góður. Í Smugunni er eitt­hvað meira af hon­um en hann er smár eins og er og lé­leg­ur,“ seg­ir Stefán.

Stefán seg­ir gott sam­komu­lag ríkja um upp­gjör gagn­vart sjó­mönn­um þegar dælt er á milli skipa. „Afla­verðmæt­um er jafnt dreift á milli skipa. Síðan er hlut­ur reiknaður út frá fjölda há­seta um borð í hverju skipi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: