Óþægileg áminning en hárrétt viðbrögð

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustoöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustoöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Í fyrsta lagi var mjög gott hvernig starfs­fólkið allt sam­an brást við. Þó að það sé búið að und­ir­búa og skipu­leggja alls kon­ar viðbrögð er ekki sjálf­gefið að all­ir bregðist rétt við og all­ir at­b­urðir séu fyrisjá­an­leg­ir en þetta var hel­víti gott. Við erum ánægð með hvernig fór og sér­stak­lega að eng­inn reynd­ist sýkt­ur af Covid-19,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við 200 míl­ur um þegar grun­ur um Covid-19-smit kom upp í Kap II VE-7 eins og greint var frá á 200 míl­um á mbl.is í fyrra­dag.

Skipið var á grá­lúðuveiðum norðvest­an af Vest­fjörðum, sunn­an við miðlínu til Græn­lands þegar grun­ur­inn vaknaði og voru viðbrögð áhafn­ar­inn­ar þau að sigla beint til Grund­ar­fjarðar. Öll áhöfn­in fór í sýna­töku í höfn­inni og fengu sýn­in flýtimeðferð.

Lang­ir túr­ar, stutt stopp

„Þetta minn­ir okk­ur á að fara mjög var­lega. Núna eru mörg skip að fara aust­ur í Smuguna í vikutúr­um og jafn­vel tveggja sól­ar­hringa stím. Auðvitað skipt­ir miklu máli að all­ir hugi að sín­um sótt­vörn­um,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar.

„Við vinn­um að því að afla okk­ur hraðprófa, svo við get­um prófað sjó­menn áður en þeir fara á sjó, með skömm­um fyr­ir­vara. Það er erfitt að skipu­leggja í kring­um svona vertíðir þar sem eru lang­ir túr­ar og stutt stopp. Það er aldrei að vita nema sjó­menn smit­ist í landi. Eins hefði, í til­felli Kap II, verið mjög gott að hafa hraðpróf um borð úti á sjó. Þá hefði verið hægt að tjékka menn af úti á sjó og láta þá sofa úr sér úti á sjó þar sem þetta var bara flensa,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar.

Spurður hvort slík hraðpróf séu nægi­lega áreiðan­leg seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar að í það minnsta séu þau notuð víða um heim til að halda starf­semi gang­andi. Það þurfi að þjálfa starfs­fólk í notk­un próf­anna og í það minnsta myndu þau veita aukið ör­yggi. Hann seg­ir þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og heil­brigðis­yf­ir­valda í ferl­inu hafa verið til fyr­ir­mynd­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: