Hulin ástæða vots kolls hvolps

Mynd af hvolp af sömu tegund og krúttlega fréttin fjallar …
Mynd af hvolp af sömu tegund og krúttlega fréttin fjallar um. Ljósmynd/Vander Films

Konu brá held­ur bet­ur í brún þegar hún kom heim úr amstri dags­ins og heilsaði hvolp­in­um sín­um í and­dyr­inu heima hjá sér. Hvolp­ur­inn, af teg­und­inni gold­en retriever, var blaut­ur á koll­in­um en hvergi ann­ars staðar. Þetta hafði aldrei gerst áður og var kon­an mjög hissa á þessu. 

Þar sem kon­an hafði komið fyr­ir eft­ir­lits­mynda­vél víðsveg­ar um íbúðina, þar á meðal við búr hvolps­ins, ákvað hún að at­huga hvort svör við vot­um kolli hans gætu leynst þar. Þar leynd­ist svarið.

Mynd­bandið af ástæðu þess að koll­ur hvolps­ins var vot­ur hef­ur svo slegið í gegn á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok og hér að neðan er hægt að sjá þetta krútt­lega hvolpa­mynd­band. 

mbl.is