Dagskrárgerðarmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnuþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson og Rakel Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, eru nýtt par. Skráðu þau sig nýverið í samband á Facebook. Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Gunnlaugur gerði þættina Árið er fyrir Ríkisútvarpið þar sem hann fjallaði um atburði og fólk í Íslandssögunni. Hann hefur stýrt fjölda knattspyrnuliða hér á landi, síðast karlaliði Þróttar en hann stýrði einnig karlaliði ÍA á árunum 2014-2017.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju með að hafa fundið ástina!