64% telja kvótakerfið ógn við lýðræði

Makrílveiðar.
Makrílveiðar. mbl.is/Árni Sæberg

Um 66% eru óánægðir með nú­ver­andi út­færslu á kvóta­kerfi í sjáv­ar­út­vegi og 14% eru ánægðir með nú­ver­andi út­færslu, sam­kvæmt könn­un sem MMR gerði fyr­ir Öldu, fé­lag um sjálf­bærni og lýðræði. 

Könn­un­in var gerð 8.-14. júlí síðastliðinn og voru 945 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18 ára og eldri sem tóku þátt. 

Af þeim sem eru óánægðir með nú­ver­andi út­færslu á kvóta­kerfi í sjáv­ar­út­vegi eru 38% mjög óánægðir en 28% frek­ar óánægðir. Þá eru 8% frek­ar ánægðir en 6% mjög ánægðir. Af alls 945 svar­end­um voru 269 sem tóku ekki af­stöðu til þessa. 

Gaml­ir karl­kyns kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ánægðast­ir með kvóta­kerfið

Karl­ar eru já­kvæðari í garð kvóta­kerf­is­ins í nú­ver­andi mynd en kon­ur. Þeir sem eru 68 ára og eldri eru þá lík­legri til þess að vera já­kvæðir í garð kvóta­kerf­is­ins í nú­ver­andi mynd.

Þá eru kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins langlík­leg­ast­ir til þess að vera já­kvæðir í garð kvóta­kerf­is­ins, alls 42% þeirra segj­ast ánægðir með það í nú­ver­andi mynd en 25% óánægðir. 94% kjós­enda Sósí­al­ista­flokks­ins eru óánægð með kvóta­kerfið í nú­ver­andi mynd. 

Þá telja 64% þátt­tak­enda að lýðræði á Íslandi stafi ógn af nú­ver­andi út­færslu kvóta­kerf­is­ins en 36% telja svo ekki vera. Af 945 þátt­tak­end­um tóku 344 ekki af­stöðu til þessa. 

Kon­ur segja frek­ar að lýðræðinu stafi ógn af kvóta­kerf­inu í nú­ver­andi mynd en karl­ar en at­hygli vek­ur að 70% fólks á aldr­in­um 68 ára og eldri segja kvóta­kerfið ógni lýðræðinu, það er sami ald­urs­hóp­ur og var já­kvæðast­ur í garð kvóta­kerf­is­ins (65%). Þó ber að nefna að fjöldi fólks á aldr­in­um 68 ára og eldri, sem af­stöðu tók til nokk­urs í könn­un­inni, var und­ir 100. 

All­ir þeir 24 svar­end­ur, sem styðja Sósí­al­ista­flokk­inn, sögðu að kvóta­kerfið í nú­ver­andi mynd ógni lýðræði á Íslandi á meðan 23% þeirra 137, sem styðja Sjálf­stæðis­flokk­inn, sögðu kvóta­kerfið ógna lýðræði.

32% svar­enda segj­ast mjög fylgj­andi því að á kom­andi kjör­tíma­bili verði kvóta­kerf­inu breytt með lýðræðis­leg­um aðferðum, t.d. með slembivöldu borg­araþingi og þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Alls voru 56% fylgj­andi slíku en 25% voru and­víg þeirri hug­mynd, þar af 15% mjög and­víg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina