Leggur til að þing verði rofið á fimmtudag

Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórna- …
Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórna- og samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun leggja til við for­seta Íslands að þing verði rofið 12. ág­úst en alþing­is­kosn­ing­ar fara fram 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Það mark­ar því enda­lok þessa kjör­tíma­bils. 

Þetta kom fram í máli Katrín­ar á blaðamanna­fundi í Duus Safna­hús­inu í Reykja­nes­bæ rétt í þessu. Hún, ásamt Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra og Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­gönguráðherra, tók sam­an kjör­tíma­bil rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau voru sam­mála um að sam­starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði gengið vel.

Blaðamannafundurinn fór fram í Duus Safna­hús­inu í Reykja­nes­bæ.
Blaðamanna­fund­ur­inn fór fram í Duus Safna­hús­inu í Reykja­nes­bæ. Krist­inn Magnús­son

Áhersla lögð á at­vinnu- og efna­hags­mál­in

Sig­urður Ingi sagði að vel hefði gengið að hrinda mál­um í fram­kvæmd þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur­inn. Hann sagði að ákveðið hefði verið að fjár­festa í innviðum og rík­is­stjórn­in nýtt aðstæður sem gáf­ust til þess. Þá hefði mik­il áhersla verið lögð á at­vinnu­leys­is­mál og ánægju­legt að sjá að at­vinnu­leys­istöl­ur væru farn­ar að nálg­ast það sem var fyr­ir Covid-19.

Bjarni sagði að í efna­hags­mál­um hefði bæði verið horft til langs tíma og lagt upp úr sam­starfi við Seðlabanka og aðila vinnu­markaðar. Bjarni sagði að stoðir hefðu verið byggðar und­ir rík­is­fjár­mál­in rétt um ára­tug eft­ir fjár­mála­hrunið sem gerðu rík­is­sjóði kleift að tak­ast á við gríðarleg­an skell.

Að auki væru nú lægstu hús­næðislána­vext­ir og vext­ir Seðlabank­ans í sög­unni. Staðið hefði verið við fyr­ir­heit um skatta­lækk­an­ir þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur, bæði á al­menn­ing og í formi trygg­inga­gjalds á fyr­ir­tæki. 

mbl.is