Aukin hætta á skriðum

Frá Seyðisfirði eftir skriður sem féllu þar í desember.
Frá Seyðisfirði eftir skriður sem féllu þar í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal áhrifa hlýn­un­ar and­rúms­lofts­ins er minnk­un sífrera í fjöll­un og hop jökla sem mik­il skriðuhætta fylg­ir en einnig auk­in ákefð í úr­komu eða rign­ing í stað snjó­komu að vetr­ar­lagi sem einnig eyk­ur hættu á skriðuföll­um. Þetta er meðal beinna af­leiðinga sem gróður­húsa­áhrif­in geta haft hér á landi, að mati vís­inda­manna og fjallað er um í skýrslu sér­fræðinga­hóps milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Guðfinna Aðal­geirs­dótt­ir, pró­fess­or í jökla­fræði, seg­ir að erfitt sé að tengja ein­staka at­b­urði við þessa þróun en bend­ir á að aðstæður á Seyðis­firði, þar sem aur­skriður ollu miklu tjóni í des­em­ber, hafi verið dæmi­gerðar fyr­ir það sem er að ger­ast.

Skila­boðin sem fel­ast í skýrsl­unni eru ein­dreg­in að mati Hall­dórs Björns­son­ar, hóp­stjóra veðurs og lofts­lags á Veður­stofu Íslands: „Ekki er leng­ur hægt að halda áfram eins og við höf­um gert. Það þarf að draga mikið úr los­un svo við kom­umst ekki í al­gert óefni.“ Hann seg­ir Íslend­inga geta dregið úr los­un. Það sé ekki óleys­an­legt verk­efni en leys­ist ekki af sjálfu sér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: