Formaður Orkunnar okkar í oddvitasæti

Eyjólfur er lögfræðingur að mennt.
Eyjólfur er lögfræðingur að mennt.

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sem er m.a. formaður sam­tak­anna Ork­unn­ar okk­ar, verður odd­viti fram­boðslista Flokks fólks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Flokki fólks­ins. 

Fram­boðslisti hef­ur ekki verið til­kynnt­ur í kjör­dæm­inu.

„Eyj­ólf­ur er lög­fræðing­ur að mennt, með meist­ara­próf í lög­fræði frá HÍ og LL.M. frá Uni­versity of Penn­sylvania. Á ferli sín­um hef­ur hann starfað sem lög­fræðing­ur bæði á Íslandi og í Nor­egi, fyr­ir m.a. fjár­málaráðuneytið, Isa­via, Nordea og DNB. Eyj­ólf­ur hef­ur und­an­farið gætt hags­muna land­eig­enda í Arnar­f­irði og Dýraf­irði í þjóðlendu­mál­um sem eru til meðferðar hjá óbyggðanefnd. Eyj­ólf­ur ólst upp í Vest­manna­eyj­um en er ættaður úr Lok­in­hamra­dal í Arnar­f­irði þar sem hann var tíðum í sveit sem ung­ur maður.

Eyj­ólf­ur er formaður Ork­unn­ar okk­ar, sam­taka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt Íslands í orku­mál­um. Hann er einn aðal­höf­unda sér­fræðinga­skýrslu sam­tak­anna „Áhrif inn­göngu Íslands í orku­sam­band ESB“.“

mbl.is