Makríllinn einnig dreifður hjá Norðmönnum

Makríllinn virðist vera til staðar umhverfis Ísland og á hefðbundnum …
Makríllinn virðist vera til staðar umhverfis Ísland og á hefðbundnum veiðisvæðum Norðmanna, en dreifing fisksins er mikil. mbl.is/Árni Sæberg

Göng­ur mak­ríls­ins eru ekki bara að breyt­ast um­hverf­is Íslands og benda bráðabirgðaniður­stöður sum­ar­leiðang­urs norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar Hav­forskn­ings­instituttet (HI) til mik­illa breyt­inga milli ára. „Ekk­ert bend­ir til þess að mak­ríll­inn hafi gengið í Bar­ents­hafið og verið þar á beit í ár,“ skrif­ar Leif Nøttestad, vís­indamaður við HI og leiðtogi leiðang­urs­ins, á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Tölu­vert minna af mak­ríl fékkst í troll­in í leiðangr­in­um í ár en á sama tíma í fyrra. Sam­an­lagt fram­kvæmdu norsku rann­sókna­skip­in Eros og Vendla 145 þrjá­tíu mín­útna tog á fimm sjó­mílna hraða í efri lög­um hafs­ins (0-35 metra). „Mesti þétt­leiki mak­ríls í ár fannst lengra suður í Nor­egs­hafi og yngri mak­ríll í Norður­sjó. Dreif­ing mak­ríls í Norður­höf­um var í raun meiri á þessu ári en afl­inn var veru­lega minni inn­an kortlagða dreif­ing­ar­svæðis­ins en í fyrra,“ skrif­ar Nøttestad.

Makrílleiðangur norsku hafrannsóknastofnunarinnar sýndi að makríllinn hafi ekki leitað inn …
Mak­ríl­leiðang­ur norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar sýndi að mak­ríll­inn hafi ekki leitað inn á Bar­ents­haf í ár eins og í fyrra. Kort/​Hav­forskn­ings­instituttet

Leiðang­ur­inn var hluti af alþjóðleg­um upp­sjáv­ar­vist­kerf­is­leiðangri í Norður­höf­um að sum­ar­lagi, sem kall­ast upp á ensku IESSNS, In­ternati­onal Ecosystem Sum­mer Sur­vey in the Nordic Seas. Niður­stöður Norðmann­anna ríma vel við niður­stöður ís­lenska leiðang­urs­ins. Fyrstu niður­stöður hans benda til þess að meira magn sé af mak­ríl í ís­lenskri fisk­veiðilög­sögu í ár en í fyrra­sum­ar. Þó er hann mjög dreifður.

Áhrif veðurs óljós

Veðurfar truflaði veru­lega leiðang­ur norsku vís­inda­mann­anna í Nor­egs­hafi í fyrstu, að sögn Nøttestad sem bend­ir á að veður­skil­yrði hafi batnað og verið mjög góð í síðari hluta leiðang­urs­ins. Hann skrif­ar að skil­yrði fyr­ir notk­un berg­máls­mæla hafi verið góð auk þess sem starfsaðstæður um borð í Eros og Vendla hafi verið góðar. Þá viður­kenn­ir Nøttestad að „erfitt er að meta að hve miklu leyti slæm veður­skil­yrði með ríkj­andi norðan- og vestanátt hafa haft nei­kvæð áhrif á afla­hlut­fall mak­ríls í ferðinni“.

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Mak­ríll í haf­inu á Sval­b­arðasvæðinu í sum­ar. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet

Mæl­ing­ar yf­ir­borðshita sjáv­ar sýndu að það hef­ur verið þó nokkuð kald­ari sjór í vest­ur- og norðvest­ur­hluta Nor­egs­hafs þegar leiðang­ur­inn var far­inn í ár en í fyrra. „Engu að síður var dreif­ing mak­ríls til vest­urs, til að mynda á svæðinu um­hverf­is Jan Mayen, aðeins lengra í vest­ur á þessu ári en í fyrra. Þetta staf­ar fyrst og fremst af því að mak­ríll hef­ur verið á beit á enn kald­ari hafsvæðum en í fyrra, allt niður í 4,5 til 5,5 gráður á þess­um hafsvæðum. Sem sagt: mak­rílafli um borð í Vendla og Eros hef­ur al­mennt verið veru­lega minni á norðlægu hafsvæðunum,“ skrif­ar Nøttestad.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: