Nýr búnaður bæti öryggi

Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd …
Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd Eimskips frá Einari Gylfa Haraldssyni framkvæmdastjóra Viking-Life á Íslandi. Ljósmynd/Eimskip

Eim­skip fékk ný­verið af­hent­an nýj­an slökkvi­búnað sem ætlað er að slökkva elda í gám­um og seg­ir Karl Guðmunds­son, skip­stjóri á Brú­ar­fossi, mik­il­vægt að búa yfir búnaði sem ger­ir áhöfn kleift að bregðast snöggt og ör­ugg­lega við ef eld­ur kvikn­ar um borð.

Búnaður­inn sem um ræðir nefn­ist Hydro-Pen og seg­ir á vef Eim­skips að þegar grun­ur vakn­ar um eld í gámi sé hann tengd­ur brunaslöngu skips­ins og hengd­ur utan á gám­inn. Þegar þrýst­ingi er hleypt á tækið bor­ar það sig í gegn­um síðu gáms­ins og hefst inn­dæl­ing slökkvimiðils um leið og bor­inn nær í gegn.

Tækið borar sig inn í gáminn og slekkur síðan eldinn …
Tækið bor­ar sig inn í gám­inn og slekk­ur síðan eld­inn í gámn­um án þess að hafa áhrif á aðra gáma. Ljós­mynd/​Vik­ing

Búnaður­inn er til þess fall­inn að breyta nálg­un þegar gáma­bruni er um borð í flutn­inga­skipi. Hefðbundið er að berj­ast við slíka elda með því að dæla vatni á viðeig­andi gám auk allra gáma í grennd við hann. Þetta get­ur valdið skaða í öðrum nær­liggj­andi gám­um. Hydro-Pen-búnaðinn er hægt að festa á hvaða gám sem er þar sem hann er með hækk­an­leg­an fest­inga­búnað.

Aðeins 10 mín­út­ur

Karl tók við búnaðinum fyr­ir hönd Eim­skips frá Ein­ari Gylfa Har­alds­syni, fram­kvæmda­stjóra Vik­ing-Life á Íslandi. „Það er fjöl­breytt­ur varn­ing­ur um borð í skip­un­um okk­ar hverju sinni og oft hættu­leg efni. Hydro-Pen gef­ur okk­ur mögu­leika á að bregðast hratt og ör­ugg­lega við ef eitt­hvað kem­ur upp á úti á hafi sem skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir ör­yggi áhafn­ar, skips og nátt­úr­unn­ar en með þessu marg­föld­um við lík­urn­ar á að ná tök­um á eldi í gámi. Í stað þess að vera með áhöfn­ina í lang­an tíma að gera gat á gám og sprauta vatni inn tek­ur það nú ein­ung­is um tíu mín­út­ur með Hydro-Pen sem minnk­ar áhætt­una til muna og er mik­il fram­för,“ seg­ir hann.

Kaup á búnaðinum eru sögð, í til­kynn­ingu frá Eim­skip, vera liður í að tryggja að fyr­ir­tækið sé í fremsta flokki hvað ör­ygg­is­mál varðar og er Hydro-Pen talið auka ör­yggi áhafna og skipa fé­lags­ins. „Áhafn­ir skip­anna munu nú í fram­haldi hljóta þjálf­un í notk­un búnaðar­ins þar sem skjót viðbrögð geta skipt sköp­um í bar­áttu við eld í gám­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina