Sér tækifæri í baráttunni

Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Klappa - grænna lausna.
Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Klappa - grænna lausna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við meg­um aldrei gleyma því að þetta verk­efni, að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar, mun skapa mikla at­vinnu og mörg tæki­færi fyr­ir Ísland. Þetta mun styrkja ís­lensk­an land­búnað, ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu og ís­lenskt sam­fé­lag í heild. Til að það sé hægt þurf­um við að fjár­festa og gera það núna. Við þurf­um öll að vera sam­mála um að taka þessi skref og byggja upp já­kvætt sam­tal milli allra hagaðila, rík­is­ins, fyr­ir­tækj­anna, bænd­anna, ein­stak­ling­anna sem búa í land­inu, og svo fram­veg­is,“ seg­ir Jón Ágúst Þor­steins­son, for­stjóri Klappa – grænna lausna.

Klapp­ir vinna með fjölda fyr­ir­tækja að því að lág­marka kol­efn­is­fót­spor þeirra og los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Tel­ur Jón Ágúst ein­sýnt, í ljósi niður­stöðu skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um stöðu lofts­lags­breyt­inga sem birt var á mánu­dag­inn, að lofts­lags­vand­inn sé gríðarleg­ur og verk­efni þjóða heims mjög stórt. Þykir nú nokkuð ljóst að lítið hafi breyst síðustu ár þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar og lof­orð þjóðarleiðtoga.

Staða og mark­mið Íslands

Í des­em­ber 2015 var Par­ís­arsátt­mál­inn samþykkt­ur af 196 lönd­um og tók hann gildi á heimsvísu 4. nóv­em­ber næsta árs. Eins og frægt er var mark­mið samn­ings­ins að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um og tak­marka hlýn­un jarðar þannig að hækk­un hita­stigs fari ekki yfir 1,5-2 gráður miðað við meðal­hita­stig sem var við upp­haf iðnvæðing­ar.

Með und­ir­rit­un sátt­mál­ans skuld­batt Ísland sig til að draga all­veru­lega úr út­blæstri kol­díoxíðs (CO²) og gróður­húsaloft­teg­unda á næstu 15 árum. Er nú stefnt að því að árið 2030 verði búið að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi um 55% miðað við los­un­ina árið 1990. Stefn­um við jafn­framt á kol­efn­is­hlut­laust Ísland árið 2040, þ.e. að los­un gróður­húsaloft­teg­unda fari ekki um­fram það sem við bind­um. Til að ná því hafa yf­ir­völd sett þau mark­mið að efla aðgerðir sem miða að kol­efn­is­hlut­leysi og auka áherslu á lofts­lag­stengd þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni.

Að sögn Jóns Ágústs hef­ur los­un Íslands lítið sem ekk­ert breyst frá því að sátt­mál­inn var und­ir­ritaður á sín­um tíma. Eru Íslend­ing­ar nú með eitt stærsta kol­efn­is­fót­spor í Evr­ópu miðað við höfðatölu, eða 15,8 tonn á íbúa á ár­inu 2019, ef ekki er tekið til­lit til land­notk­un­ar, skóg­rækt­ar, alþjóðaflugs og sigl­inga. Er það tæp­lega tvö­falt stærra en meðaltals­los­un í Evr­ópu­sam­band­inu sem stend­ur í 8,4 tonn­um á íbúa.

Frá Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Frá Jök­uls­ár­lóni á Breiðamerk­urs­andi. mbl.is/​RAX

„Los­un­in hef­ur auk­ist frek­ar en minnkað frá 2015. Við erum búin að missa þriðjung af þeim tíma sem við höfðum, það er það sem ger­ir verk­efnið rosa­lega dýrt. Við erum að tapa árum. Við hvert ár sem líður eykst kostnaður­inn veru­lega og tím­inn okk­ar stytt­ist til þess að ná tök­um á þessu.“

Frá ár­inu 1990 hef­ur los­un Íslands auk­ist um 35% ef ekki er horft til land­notk­un­ar og skóg­rækt­ar en árið 2020 voru um 4,7 millj­ón­ir tonna leyst­ar í and­rúms­loftið. Kveður skuld­bind­ing okk­ar á um að sú tala verði kom­in niður í 1,6 millj­ón­ir árið 2030. „Við höf­um núna tíu ár til að fara úr 4,7 millj­ón­um tonna í 1,6 millj­ón­ir tonna. Við erum því að tala um gríðarlega stórt verk­efni,“ seg­ir hann.

Næstu skref

Spurður hvaða skref Íslend­ing­ar þurfi nú að taka til að raun­hæft sé að ná sett­um mark­miðum seg­ir Jón Ágúst að nauðsyn­legt sé að horfa til margra þátta. Er þá meðal ann­ars mik­il­vægt að skoða eldsneyti, sam­göng­ur, fram­leiðslu­ferli, flokk­un úr­gangs og neyslu Íslend­inga svo eitt­hvað sé nefnt.

„Við þurf­um að átta okk­ur á því hvernig við tök­um kol­díoxíð út úr fram­leiðslu­ferl­inu og bind­um það. Það þarf að inn­leiða tækni­lausn­ir sem við þekkj­um, þróa þær og skala þær upp. Við þurf­um að fram­leiða met­anól eða vetni sem eldsneyti á skip og koma upp vist­væn­um sam­göng­um. Síðan þurf­um við að samþætta flokk­un um allt land og tryggja að úr­gang­ur sé lág­markaður og end­urunn­inn. Við þurf­um að vinna á öll­um stöðum,“ seg­ir hann.

Auk þess­ara þátta tel­ur Jón Ágúst einnig mik­il­vægt að við hug­um að auk­inni skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is og líf­rík­inu sem þar er að finna. Með vot­lendi munu þau svæði sem við þurrkuðum upp hætta að losa gróður­húsaloft­teg­und­ir. Er upp­bygg­ing skóga auk þess skil­virk leið til að auka bind­ingu gróður­húsaloft­teg­unda og hef­ur hún einnig marg­vís­leg já­kvæð áhrif á vist­kerfið. Sam­kvæmt út­tekt Klappa þurfa Íslend­ing­ar nú að gróður­setja að minnsta kosti fimm millj­ón­ir trjáplantna ár­lega fram til 2030 ef við vilj­um stefna á kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040. „Ef við töl­um um skóg­rækt­ina sér­stak­lega þá þarf að tí­falda hana miðað við það sem hún er í dag. Það tek­ur síðan 10 til 15 ár fyr­ir tré að byrja að binda þannig að við þurf­um að koma öll­um þess­um skógi upp fyr­ir 2025 sirka svo hann sé far­inn að hafa til­sett áhrif árið 2040.“

Lífríki hafsins stafar ógn af hlýnun og súrnun sjávar.
Líf­ríki hafs­ins staf­ar ógn af hlýn­un og súrn­un sjáv­ar. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Að sögn Jóns Ágústs eru ís­lensk­ir bænd­ur í lyk­il­stöðu í þess­ari bar­áttu, sér­stak­lega hvað varðar los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá landi. Er því mik­il­vægt að lögð sé áhersla á að vinna með þeim í end­ur­heimt vot­lend­is og upp­bygg­ingu skóg­rækt­ar. Seg­ir hann mik­il verðmæti fólg­in í því að binda kol­efni og því sé nú þörf á að viðskiptalík­an verði út­búið sem seg­ir til um hvernig bænd­ur geti selt bind­ingu til þeirra sem þurfi á því að halda. Með þeim hætti geti þeir virki­lega breytt at­vinnu­hátt­um og tekju­mögu­leik­um býl­anna.

Aðgerðal­eysi kost­ar

Seg­ir Jón Ágúst nú mik­il­vægt að ríkið legg­ist í mikl­ar fjár­fest­ing­ar til að tak­ast á við lofts­lags­mál­in. Hingað til hafa fjár­mun­ir sem varið er í þetta verk­efni numið ein­hverj­um hundruðum millj­óna. „Í líkön­um sem við gerðum árið 2017 gerðum við spá um að kostnaður­inn sem við þyrft­um að leggj­ast í væri á bil­inu 270-300 millj­arðar. Það verður aldrei minna en það. Eft­ir því sem tím­inn sem við höf­um til ráðstöf­un­ar stytt­ist því meiri verður fjár­fest­ing­in.“

Seg­ir hann jafn­framt mik­il­vægt að sköpuð sé um­gjörð til að leiðbeina neyt­end­um í ís­lensku sam­fé­lagi svo hægt sé að há­marka ár­ang­ur­inn í bar­átt­unni. Seg­ir hann ríkið hafa marg­vís­leg tól til að stýra neyslu fólks og hegðun. Verðum við að sam­ein­ast um þessa bar­áttu rétt eins og við gerðum í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

„Við sem ein­stak­ling­ar köll­um á fram­leiðslu því við erum neyt­end­ur. Við þurf­um að fara að draga úr allri okk­ar neyslu og það strax. Við get­um ekki verið að henda rusli á þess­um stór­kost­lega skala. Við þurf­um að fara að end­ur­nýta og end­ur­vinna. Það myndi minnka fram­leiðslu, það er ljóst. Við sem ein­stak­ling­ar þurf­um að fara að taka þetta til okk­ar. Þetta snýr allt að okk­ur í grunn­inn.“

Bjart­sýnn á framtíðina

Þrátt fyr­ir að bar­átt­an við lofts­lags­breyt­ing­ar virðist oft og tíðum óyf­ir­stíg­an­legt verk­efni sem geti reynst afar kvíðavald­andi fyr­ir marga kveðst Jón Ágúst standa í þeirri trú að marga já­kvæða punkta megi finna í þessu líka. Sér­stak­lega hvað varðar at­vinnu­sköp­un og styrk­ingu innviða. Tel­ur hann Ísland vera í kjör­stöðu til að snúa vörn í sókn með fjár­fest­ing­um og þróun grænna tækni­lausna og hug­búnaðar. Get­um við svo miðlað þekk­ingu okk­ar og reynslu til annarra þjóða sem þurfa á því að halda.

„Við þurf­um að hugsa þetta upp á nýtt, þetta er kannski eitt stærsta at­vinnu­tæki­færið okk­ar og stærsta tæki­færið til að styrkja Ísland. Þetta er ekki verk­efni til þess að herða að okk­ur held­ur verk­efni til þess að skapa störf fyr­ir ungt fólk og verða til fyr­ir­mynd­ar í lofts­lags­mál­um. Þetta er áskor­un en þetta get­um við gert.“

Tel­ur hann mik­il­vægt að fjöl­miðlar og ráðamenn hvetji al­menn­ing til dáða frek­ar en halda uppi hræðslu­áróðri. Við græðum lítið á því að gera fólk ótta­slegið án þess að veita því von um fram­haldið.

„Það er mikið verið að sýna okk­ur hvernig heim­ur­inn er að brenna og við verðum ótta­sleg­in og lok­um fyr­ir það. Við verðum að nálg­ast málið með öðrum hætti, fræða fólk og upp­lýsa. Segja því hvert verk­efnið er. Okk­ar verk­efni er að draga úr los­un um 55%. Þetta er ein­falt. Við þurf­um bara að gera meira af því góða og minna af því slæma,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: