Vítamíndrottningin Katrín Amni hjá Iceherbs og leikarinn Jóel Ingi Sæmundsson eru nýtt par. Katrín birti mynd af þeim í story á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þau sitja þétt upp við hvort annað og brosa sínu breiðasta.
Katrín lætur texta fylgja með myndinni og þar kveðst hún ánægð með „fallega gæfusporið mitt“ og vitnar þar í að hafa kynnst Jóel á tíma heimsfaraldurs.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!