Strandveiðar bannaðar frá fimmtudegi

Engar strandveiðar verða stundaðar frá og með fimmtudegi að öllu …
Engar strandveiðar verða stundaðar frá og með fimmtudegi að öllu óbreyttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að öllu óbreyttu verða strand­veiðar bannaðar frá og með 19. ág­úst 2021,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu, en stutt er í að afla­heim­ild­ir sem strand­veiðum var ráðstafað klárist. Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur beðið ráðherra að auka heim­ild­irn­ar en þeirri beiðni hef­ur verið hafnað.

LS sendi Kristjáni Þór Júlí­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, bréf í síðustu viku þar sem beðið var um að strand­veiðum yrði út­hlutað frek­ari afla­heim­ild­um. „Frá­dregn­ar afla­heim­ild­ir sem fóru á skipti­markað vegna yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs hafa verið full­nýtt­ar og því ligg­ur fyr­ir að ráðuneytið hef­ur að lög­um eng­ar frek­ari heim­ild­ir til að auka við afla­heim­ild­ir til strand­veiða,“ seg­ir í svari ráðherra sem birt hef­ur verið á vef LS.

Þá full­yrðir LS að „veiðiheim­ild­ir sem Fiski­stofa hef­ur til út­hlut­un­ar á byggðakvóta til skipa muni að óbreyttu brenna inni“, og segj­ast sam­tök­in hafa beðið ráðuneytið að taka málið til um­fjöll­un­ar að nýju í ljósi þessa.

Ekk­ert virðist þó hafa breyst í mál­inu og birt­ir Fiski­stofa í dag fyrr­nefnda til­kynn­ingu á vef sín­um um að strand­veiðum ljúki á fimmtu­dag.

mbl.is