Brim selur Höfrung III og kaupir Iivid

Höfrungur III AK-250.
Höfrungur III AK-250. Ljósmynd/Brim

Brim, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Íslands, hef­ur selt frysti­tog­ar­ann Höfr­ung III AK-250 til Rúss­lands og verður skipið af­hent nýj­um eig­end­um í sept­em­ber.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar þar sem fé­lagið er skráð.

Þar seg­ir að kaup­andi skips­ins sé An­d­eg Fis­hing Col­lecti­ve í Murm­ansk og er sölu­verð 5 millj­ón­ir banda­ríkja­dala.

Höfr­ung­ur var smíðaður í Nor­egi árið 1988, 56 metra lang­ur, 1.521 brútt­ót­onn.

Fé­lagið hef­ur svo keypt skipið Ii­vid af Arctic Prime Fis­heries á Græn­landi fyr­ir 58 millj­ón­ir danskra króna.

Smíðaður árið 1999

Ii­vid var smíðaður í Nor­egi árið 1999 og er 67 metra lang­ur og 1.969 brútt­ót­onn. Áætlað er að Ii­vid muni koma í flota fé­lags­ins í lok ág­úst­mánaðar og mun fá nafnið Svan­ur RE-45.

Þá var ný­lega greint frá því að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hafi fest kaup á frysti­tog­ar­an­um Tasermiut sem var áður í eigu Arctic Prime Fis­heries á Græn­landi, sem hlotið hef­ur nýja nafnið Sól­borg RE-27.

Arctic Prime fis­heries er að hluta til í eigu Brims og ÚR sem eiga hvor sinn 16,5 pró­sent hlut­inn í græn­lensku út­gerðinni.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brim hf. er einnig í stjórn Arctic Prime Fis­heries.

mbl.is