Hjörtur fékk þann stærsta á síðasta degi

Hjörtur með gripinn sem hann veiddi á Láru IS 122 …
Hjörtur með gripinn sem hann veiddi á Láru IS 122 sem er fimmta Láran í lífi Hjartar. Ljósmynd/Aðsend

Hjört­ur Sæv­ar Steina­son, strand­veiðisjó­maður og leik­ari, veiddi risa­vax­inn þorsk í hand­færi við Súg­anda­fjörð í gær. Þorsk­ur­inn var veg­inn eft­ir blóðgun og reynd­ist 22 kíló og seg­ir Hjört­ur þorskinn trú­lega vera sinn stærsta á strand­veiðunum í ár. Bát­ur­inn Lára IS-122 er fimmta Lár­an í lífi Hjart­ar en hann seg­ir leik­list henta vel með strand­veiðum.

Hjört­ur lýsti at­vik­inu sem svo: „Ég var utan í Kvestu­hóln­um, 19 sjó­míl­um norður af Súg­anda. Rétt þegar ég var að ljúka veiðum og ljúka sumr­inu verð ég var við að ein rúll­an lét ekki venju­lega held­ur eitt­hvað var öðru­vísi. Ýmist slaknaði á fær­inu eða rúll­an ætlaði ekki að ráða við að hífa það sem á end­an­um var. Og gott fólk lengi var rúll­an að hífa og það veit guð og loks löngu dýpra en venju­lega birt­ist mér þessi risa skepna sem vó hvorki meir né minna en 22 kíló.“

Góð veiði í sum­ar

Hjört­ur seg­ir hafa veiðst vel í sum­ar: „Þeir hafa verið væn­ir þarna marg­ir. Venju­legi dagskammt­ur­inn er 774 kíló og á góðum degi voru þetta svona 200-300 kíló af fiski sem voru 8 kíló eða þyngri. Þannig það var drjúg­ur part­ur af afl­an­um, þess­ir stóru fisk­ar.“

Vertíð Hjart­ar er á sumr­in en á vet­urna snýr hann í önn­ur störf: „Það eru bara maí til ág­úst, það er vertíðin mín. Síðan er það bara leik­ara­skap­ur á vet­urna.“

Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd í október 2019.
Kvik­mynd­in Þorsti var frum­sýnd í októ­ber 2019. Ljós­mynd/Þ​orsti

Fann sig ekki á sjó 

Hjört­ur sló ræki­lega í gegn í kvik­mynd­inni Þorsta eft­ir Steinþór Hró­ar Steinþórs­son og Gauk Úlfars­son. Þar brá Hjört­ur sér í hlut­verk aldagam­all­ar sam­kyn­hneigðrar vampíru. Hjört­ur er hluti af Leik­hópn­um X sem hef­ur komið fram í auka­hlut­verk­um í ótal kvik­mynd­um.

Hjört­ur seg­ir fiskirí og leik­ara­skap vera ágæt­is blöndu: „Það er það! Ég tók stýri­manna­skól­ann á sín­um tíma og var til sjós í 12 ár. Síðan fannst mér ekki vera sjór í mín­um æðum svo ég fór í land. Mig hef­ur samt alltaf langað að fara í strand­veiðar og lét svo loks­ins verða af því eft­ir mörg ár. Mörg, mörg mörg þúsund ár.“

Lára V hefur verið dyggur þjónn fyrir Hjört.
Lára V hef­ur verið dygg­ur þjónn fyr­ir Hjört. Ljós­mynd/​Aðsend

Fimmta Lár­an og von­ast eft­ir þeirri sjöttu

Hjört­ur keypti bát­inn Láru ÍS 122 í fyrra­vor og seg­ir þau ná vel sam­an: „Lára V er fimmta Lár­an í mínu lífi. Fyrst kynnt­ist ég kon­unni minni, hún heit­ir Lára Ágústa. Síðan tengda­mömmu en hún heit­ir líka Lára Ágústa.

Við Lára eignuðumst síðan dótt­ur og skírðum hana Lára Ágústa sem eignaðist sjálf dótt­ur sem heit­ir Lára Ágústa. Að lok­um var það svo Lára V IS-122 sem er þannig fimmta Lár­an í mínu lífi.“

Alltaf langað í Sóma­bát

Þrátt fyr­ir gott sum­ar á Láru V seg­ist Hjört­ur nú vera að íhuga að selja Láru V og kaupa sér nýja. Hann seg­ist þá frek­ar ætla að færa nafnið Lára V yfir á þá nýju í stað þess að tala um Láru VI.

„Mig hef­ur alltaf dreymt um að eign­ast Sóma­bát,“ seg­ir Hjört­ur sem von­ast til þess að afli sum­ars­ins dugi upp í eina Láru enn. 

mbl.is