Strandveiðisjómenn vilja breytingar

Boltafiski landað að morgni.
Boltafiski landað að morgni. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Á strand­veiðitíma­bil­inu, sem nú er lokið, má iðulega sjá ljósaröð frá höfn­inni út á fjörðinn kring­um miðnættið þegar smá­bát­ar halda á veiðar. Bát­arn­ir þurfa að landa ekki síðar en eft­ir 14 tíma frá því látið er úr höfn og best er því að ná skammt­in­um, 774 kg í þorskí­gild­um, sem fyrst til að ná að selja fersk­an fisk sam­dæg­urs. Veiðar hafa gengið nokkuð vel í júlí og það sem af er ág­úst en í júlí tók Fisk­markaður Þórs­hafn­ar við rúm­lega 900 tonn­um frá bát­um á svæði C, að sögn for­stöðumanns.

Veður í júlí og ág­úst hef­ur verið ein­stak­lega gott en sá tími er að jafnaði besti strand­veiðitím­inn hér á svæði C, sem nær frá Þing­eyj­ar­sveit til Djúpa­vogs­hrepps.

Strand­veiðar má hefja frá 1. maí til ág­ústloka, 12 daga í mánuði en fyrri hluta tíma­bils­ins er veður oft­ast bæði rysj­ótt og kalt á á norðaust­ur­horn­inu og stærsti fisk­ur­inn sem einnig er verðmæt­ast­ur, er ekki enn geng­inn á þess­ar slóðir. Afli er því yf­ir­leitt rýr fyrstu tvo mánuði strand­veiðitíma­bils­ins á svæði C. Smá­báta­sjó­menn hér telja því raun­hæft að tekið væri mið af aðstæðum á hverju veiðisvæði fyr­ir sig og að str­an dveiðitíma­bilið væri lengra, þó áfram væri það bundið við ákveðinn há­marks­afla.

Sveigj­an­leiki nauðsyn­leg­ur

Í sam­töl­um við sjó­menn á Þórs­höfn komu fram ýmis sjón­ar­mið varðandi strand­veiðar og hvaða leiðir þeir töldu væn­leg­ast­ar til hags­bóta fyr­ir grein­ina.

„Mark­mið strand­veiða ætti að vera það að há­marka verðmæti veiðirétt­ar­ins. Hver bát­ur fengi sinn veiðirétt og eig­andi stjórnaði svo nýt­ingu hans með mestu hag­kvæmni í huga, til dæm­is að veiða mætti á hverju svæði á þeim tíma sem fisk­ur­inn er verðmæt­ast­ur og nær­tæk­ast­ur. Á okk­ar svæði er færa­fisk­ur best­ur frá júlí til sept­em­ber en maí og júní ein­kenn­ast af lé­leg­um, verðlitl­um fiski og get­ur verðmun­ur verið allt að 100% milli fyrri og seinni hluta veiðitíma­bils­ins,“ sagði einn þeirra sem rætt var við á bryggj­unni. „Óhag­stætt er að þurfa að sækja langt með til­heyr­andi kostnaði á þeim tíma sem svæðið gef­ur lítið af sér.“

Ann­ar sjó­maður orðaði þetta þannig að með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi væri nán­ast verið að ganga um tak­markaða auðlind á skít­ug­um skón­um, eins og það var orðað á sjó­manna­máli.

„Svæðin eru ólík, bæði veiðilega og veðurfars­lega séð og lít­il hag­kvæmni í því að starta 700 strand­veiðibát­um lands­ins á veiðar á sama tíma og hef­ur jafn­vel í för með sér verðfall á fisk­in­um. Í byrj­un tíma­bils á þessu svæði berj­umst við oft í brælu við vond veður­skil­yrði og þá duga varla þess­ir 14 leyfi­legu tím­ar á sól­ar­hring meðan við náum kannski skammt­in­um á meira en helm­ingi styttri tíma síðsum­ars.“

Fleiri sjó­menn taka í sama streng og vilja sjá breyt­ingu á regl­un­um.

„Það má veiða fjóra daga í viku, frá mánu­degi til fimmtu­dags en það væri hag­stæðara að fá að veiða þenn­an ákveðna skammt á þeim dög­um sem hent­ar og með til­liti til veðurs. Það er ógam­an að sitja í landi í rjóma­blíðu á föstu­degi því þá má ekki róa en á mánu­degi er kannski hauga­bræla. Eða að taka viku­skammt­inn bara á færri dög­um ef vel gef­ur, það eyk­ur bæði fram­legð og minnk­ar kol­efn­is­sporið sem er jú eitt af stóru um­hverf­is­mál­un­um.“

Með nú­ver­andi regl­um er meiri hætta á að sjó­menn freist­ist til að fara á veiðar hvernig sem viðrar og dreg­ur það úr ör­yggi þeirra og telja strand­veiðisjó­menn að meiri sveigj­an­leiki sé nauðsyn­leg­ur í grein­inni. Strand­veiðibát­ar eru á sókn­ar­marki en marg­ir sjó­menn hér telja afla­markið hag­kvæm­ara fyr­ir­komu­lag.

Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar.
Fjör­ugt við höfn­ina þegar strand­veiðibát­ar streyma inn til lönd­un­ar. Ljós­mynd/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Horfa þurfi til sér­stöðu hvers svæðis

Strand­veiðibát­ar setja líf­leg­an og skemmti­leg­an svip á höfn­ina á sumr­in. Tölu­verð verðmæta­sköp­un fylg­ir hverj­um strand­veiðibát, svo sem þjón­usta af ýmsu tagi við bát­ana og sjó­menn svo þessi út­gerð er lyfti­stöng fyr­ir hvert byggðarlag.

Viðmæl­end­ur frétta­rit­ara sögðu margt vera já­kvætt við strand­veiðarn­ar og nauðsyn­legt sé að halda þeim í kerf­inu þó þar þurfi að laga ým­is­legt: „Það þarf að horfa til sér­stöðu hvers svæðis og haga veiðum eft­ir því. Þannig eykst hag­kvæmni strand­veiðanna sem er afar mik­il­vægt, ekki síst núna þegar mik­il­væg stoð smá­báta­eig­enda, grá­slepp­an, á í vök að verj­ast vegna sölutregðu og verðlækk­ana. Sveigj­an­leiki í grein­inni há­mark­ar verðmæti veiðirétt­ar­ins,“ sögðu strand­veiðisjó­menn á Þórs­höfn að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: