Grandalaus forstjórinn á strandveiðum á Svampi

Vilhjálmur Vilhjálmsson á Svampi segir nafn bátsins úr teiknimyndunum um …
Vilhjálmur Vilhjálmsson á Svampi segir nafn bátsins úr teiknimyndunum um Svamp Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þeirra sem róið hafa á strand­veiðum í sum­ar er Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi for­stjóri HB Granda, nú Brims hf., en þar lét Vil­hjálm­ur af störf­um í júní fyr­ir þrem­ur árum eft­ir sex ár sem for­stjóri. Hann seg­ist taka strand­veiðarn­ar af hæfi­legri al­vöru og sókn­in hafi verið ró­legri en hjá flest­um öðrum, en að róa til fiskj­ar sé sann­ar­lega skemmti­legt tóm­stundagam­an.

Mik­ill mun­ur sé á strand­veiðum og stjórn­un­ar­störf­um úr for­stjóra­stóln­um; ann­ars veg­ar slök­un og hins veg­ar ann­ir á mörg hundruð manna vinnustað.

Svamp­ur vin­sæll í fjöl­skyld­unni

Vil­hjálm­ur rær á báti sín­um Svampi KÓ, sem er af gerðinni Sómi 870, og fékk Vil­hjálm­ur bát­inn í byrj­un síðasta árs. Nafnið er að sögn Vil­hjálms sótt í teikni­mynda­per­són­una Svamp Sveins­son, sem hann seg­ir í upp­á­haldi hjá ýms­um í fjöl­skyld­unni.

Fyr­ir­tækið um út­gerðina ber hins veg­ar heitið Granda­laus ehf. og seg­ir Vil­hjálm­ur að það hafi blasað við eft­ir að hann lét af for­stjóra­störf­um hjá HB Granda. Heitið sé al­gjör­lega græsku­laust, en ýms­ir hafi gam­an af því.

HB Grandi heitir í dag Brim.
HB Grandi heit­ir í dag Brim. mbl.is/​Golli

Land­ar við höfuðstöðvar Brims

Vil­hjálm­ur er 67 ára og var tölu­vert á sjó í gamla daga, eins og hann orðar það, en hann er með far­manna­próf eða þriðja stig frá Stýri­manna­skól­an­um. Hann fór í 18 róðra á strand­veiðum í sum­ar og afl­inn var tæp 12 tonn, nán­ast ein­göngu þorsk­ur. Bát­ur­inn er skráður í Kópa­vogi, en gerður út frá aðstöðu Snar­fara í Elliðaár­vogi. Áður en Svamp­ur er bund­inn þar við bryggju þarf hins veg­ar að landa afl­an­um á fisk­markaðinum í Reykja­vík, sem er skammt frá höfuðstöðvum Brims.

„Ég seg­ir það hreint út að ég hef al­veg ofboðslega gam­an af þess­um veiðiskap,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Að vera einn úti á sjó í góðu veðri er góð til­finn­ing og engu líkt. Þetta var annað sum­arið mitt á strand­veiðum og ég er smám sam­an að ná betri tök­um á þessu sem er líka gef­andi.“

Koma úr ýms­um átt­um

Hann seg­ir að í sum­ar hafi ekki verið mik­il veiði næst höfuðborg­inni og því hafi þurft að fara dýpra til að fá góðan afla. Nokkr­um sinn­um hafi hann farið norður und­ir Snæ­fells­nes, en þá fara um fimm tím­ar í stím til og frá miðum. Heim­ilt er að vera úti í 14 tíma á strand­veiðum og seg­ist Vil­hjálm­ur yf­ir­leitt fara út um fimm­leytið á morgn­ana og koma inn til lönd­un­ar ekki seinna en 18.30, en fisk­markaðinum er lokað klukk­an 19.

Þeir sem róa á strand­veiðum koma úr ýms­um átt­um og seg­ir Vil­hjálm­ur að tals­vert sé um fyrr­ver­andi skip­stjóra og sjó­menn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: