Henrý stefnir á austurströnd Bandaríkjanna

Vegskilti varar við yfirvofani fellibyli í Melville, New York.
Vegskilti varar við yfirvofani fellibyli í Melville, New York. AFP

Felli­byl­ur­inn Henrý, sem ný­lega var lýst­ur felli­byl­ur en var áður hita­belt­is­storm­ur, mun skella á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna á morg­un, gangi spár eft­ir. Fyrst á Long Is­land í New York og suður­hluta New Eng­land.

BBC grein­ir frá. 

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í New York-ríki þar sem gert er ráð fyr­ir að vind­ur geti náð allt að 33 metr­um á sek­úndu og fimmtán sentí­metra út­komu. 

Sjald­gæft fyr­ir norðan 

Felli­bylj­ir eru fátíðir svo norðarlega í Banda­ríkj­un­um. Síðast skall felli­byl­ur­inn Bob á New Eng­land árið 1991 og olli dauða 17 manns. 

„Við þurf­um að taka þenn­an felli­byl mjög al­var­lega. Jafn­vel þótt hann kom­ist ekki til lands á styrk­leika felli­byls get­ur hita­belt­is­storm­ur og storm­byl­ur valdið veru­legu tjóni,“ sagði De­anne Criswell, stjórn­andi neyðar­stjórn­ar í New York, við frétta­stofu CNN í dag. 

Um sex millj­ón­um manna sem búa ná­lægt strönd­inni á hlut­um Long Is­land, Conn­ecticut og Massachusetts hef­ur verið gert viðvart vegna felli­byls­ins.

mbl.is