Banna „ölvunarakstur“ á fílsbaki

Asíufílar í Suðaustur-Asíu.
Asíufílar í Suðaustur-Asíu. AFP

Ný dýra­vernd­ar­lög í Srí Lanka kveða á um eins kon­ar per­sónu­skil­ríki tam­inna fíla þar í landi. Lög­gjöf­in tek­ur einnig fyr­ir að leyfi­legt verði að sitja á fíls­baki und­ir áhrif­um áfeng­is. 

Fíla­hald og fíl­ar sem gælu­dýr eru vel þekkt meðal efnaðra Srí Lanka-búa – þar á meðal hjá búdda­munk­um. Kvart­an­ir um meðferð dýr­anna hafa verið al­geng­ar í gegn­um tíðina. 

Ný lög­gjöf miðar að því að vernda vel­ferð tam­inna dýra og fel­ur í sér strang­ar regl­ur um meðferð „vinn­andi fíla“ þar sem kveðið er á um tveggja og hálfs tíma bað fyr­ir hvern fíl dag­lega. 

Op­in­ber gögn í Srí Lanka benda til að um tvö hundruð fíl­ar séu í einka­eigu í land­inu en villt dýr séu um 7.500.

Nyju lög­in gera kröfu á eig­end­ur fíla um að þeir verði sér úti um skil­ríki fyr­ir fíla sína með ljós­mynd af dýr­inu og DNA-merk­ingu ásamt fleiri regl­um um „vinnu“ fíla.

mbl.is