Ný dýraverndarlög í Srí Lanka kveða á um eins konar persónuskilríki taminna fíla þar í landi. Löggjöfin tekur einnig fyrir að leyfilegt verði að sitja á fílsbaki undir áhrifum áfengis.
Fílahald og fílar sem gæludýr eru vel þekkt meðal efnaðra Srí Lanka-búa – þar á meðal hjá búddamunkum. Kvartanir um meðferð dýranna hafa verið algengar í gegnum tíðina.
Ný löggjöf miðar að því að vernda velferð taminna dýra og felur í sér strangar reglur um meðferð „vinnandi fíla“ þar sem kveðið er á um tveggja og hálfs tíma bað fyrir hvern fíl daglega.
Opinber gögn í Srí Lanka benda til að um tvö hundruð fílar séu í einkaeigu í landinu en villt dýr séu um 7.500.
Nyju lögin gera kröfu á eigendur fíla um að þeir verði sér úti um skilríki fyrir fíla sína með ljósmynd af dýrinu og DNA-merkingu ásamt fleiri reglum um „vinnu“ fíla.