Átta eru látnir eftir að fellibylurinn Grace skall á austurhluta Mexíkó í gærkvöldi og olli flóðum, aurskriðum og stórfelldri eyðileggingu. Þar af eru fimm börn úr sömu fjölskyldu látin.
Fellibylurinn náði landi í Mexíkó í annað sinn nærri Tecolutla í Veracruz-ríki og náði síðar inn til lands.
Í höfuðborg ríkisins Veracruz, Xalapa, breyttust götur í brúnar moldarár.
Átta eru látnir, sem fyrr segir, í borginni Poza Rica. Meðal hinna látnu voru móðir og fimm börn hennar sem urðu undir aurskriðu þegar hlíð í bænum féll á heimili þeirra. Faðir barnanna varð vitni að atburðinum.