Móðir og fimm börn undir aurskriðu

00:00
00:00

Átta eru látn­ir eft­ir að felli­byl­ur­inn Grace skall á aust­ur­hluta Mexí­kó í gær­kvöldi og olli flóðum, aur­skriðum og stór­felldri eyðilegg­ingu. Þar af eru fimm börn úr sömu fjöl­skyldu lát­in.

Felli­byl­ur­inn náði landi í Mexí­kó í annað sinn nærri Tecolutla í Veracruz-ríki og náði síðar inn til lands.

Í höfuðborg rík­is­ins Veracruz, Xalapa, breytt­ust göt­ur í brún­ar mold­arár.

Átta eru látn­ir, sem fyrr seg­ir, í borg­inni Poza Rica. Meðal hinna látnu voru móðir og fimm börn henn­ar sem urðu und­ir aur­skriðu þegar hlíð í bæn­um féll á heim­ili þeirra. Faðir barn­anna varð vitni að at­b­urðinum.

mbl.is