Fékk frostpinnaköku á eins árs afmælinu

00:00
00:00

Pöndu­húnn­inn, Xiao Qi Ji, fagnaði eins árs af­mæli sínu með því að sporðrenna heilli frost­p­inna­köku ásamt móður sinni, Mei Xiang, í Smith­soni­an-dýrag­arðinum í Washingt­on D.C. í Banda­ríkj­un­um. Viðstadd­ir voru dol­falln­ir yfir litla hnoðran­um sem velt­ist um af gleði yfir kök­unni.

„Það var ynd­is­legt að geta fylgst með hon­um í vef­mynda­vél dýrag­arðsins en enn skemmti­legra að sjá hann svona í ná­vígi,“ seg­ir El­iza­beth Len, einn af­mæl­is­gesta Xiao.

mbl.is