Pönduhúnninn, Xiao Qi Ji, fagnaði eins árs afmæli sínu með því að sporðrenna heilli frostpinnaköku ásamt móður sinni, Mei Xiang, í Smithsonian-dýragarðinum í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Viðstaddir voru dolfallnir yfir litla hnoðranum sem veltist um af gleði yfir kökunni.
„Það var yndislegt að geta fylgst með honum í vefmyndavél dýragarðsins en enn skemmtilegra að sjá hann svona í návígi,“ segir Elizabeth Len, einn afmælisgesta Xiao.