Kæra Samherja felld niður

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Kæra Sam­herja á hend­ur fimm starfs­mönn­um Seðlabanka Íslands hef­ur verið felld niður. Þá hef­ur rann­sókn máls­ins sömu­leiðis verið felld niður. 

RÚV greindi fyrst frá. 

Kær­an var lögð fram árið 2019 á hend­ur starfs­mönn­um Seðlabank­ans vegna rann­sókna á meint­um brot­um Sam­herja á lög­um um gjald­eyr­is­mál.

Sam­hliða var mál vegna ætlaðs upp­lýs­ingaleka frá Seðlabank­an­um til RÚV og til lög­reglu, sem vísað var til rann­sókn­ar af for­sæt­is­ráðherra, rann­sakað.  Meint­ur leki átti sér stað árið 2012 í tengsl­um við hús­leit í Sam­herja.

Fram­kvæmda­stjóri Seðlabank­ans var í sam­skipt­um við frétta­mann á RÚV í um mánuð áður en ráðist var í hús­leit í Sam­herja árið 2012. Þegar hús­leit­in fór fram voru frétta­menn frá RÚV þegar mætt­ir á staðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina