Stefnt er að því aðalmeðferð í hinu svokallaða Rauðgerðismáli fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. september. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is.
Vísir greindi fyrst frá.
Fjórir eru ákærðir fyrir að hafa svipt Armando Beqirai lífi laugardaginn 13. febrúar 2021. Ákæran byggir á 211. grein hegningarlaga sem fjallar um manndráp.
Þrír af fjórum sakborningum neita sök en fyrir liggur játning Angjelins Sterkajs um að hafa skotið Armando Beqirai. Hann játaði sök við þingfestingu en sagðist hafa verið einn að verki.
Ákærðu eru þrír karlmenn á fertugs- og fimmtudagsaldri og ein kona á þrítugsaldri.