Aðalmeðferð í Rauðagerðismáli hefst í september

Rauðagerði 28.
Rauðagerði 28. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því aðalmeðferð í hinu svo­kallaða Rauðgerðismáli fer fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þann 13. sept­em­ber. Þetta staðfest­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is.

Vís­ir greindi fyrst frá.

Fjór­ir eru ákærðir fyr­ir að hafa svipt Arm­ando Beqirai lífi laug­ar­dag­inn 13. fe­brú­ar 2021. Ákær­an bygg­ir á 211. grein hegn­ing­ar­laga sem fjall­ar um mann­dráp.  

Þrír af fjór­um sak­born­ing­um neita sök en fyr­ir ligg­ur játn­ing Angj­el­ins Sterkajs um að hafa skotið Arm­ando Beqirai. Hann játaði sök við þing­fest­ingu en sagðist hafa verið einn að verki.

Ákærðu eru þrír karl­menn á fer­tugs- og fimmtu­dags­aldri og ein kona á þrítugs­aldri.

mbl.is